Arsenal 1 - 1 Crystal Palace (8-7 eftir vítakeppni)
1-0 Maxence Lacroix ('80 , sjálfsmark)
1-1 Marc Guehi ('90 )
1-0 Maxence Lacroix ('80 , sjálfsmark)
1-1 Marc Guehi ('90 )
Arsenal er komið áfram í undanúrslit enska deildabikarsins eftir að hafa unnið Crystal Palace eftir vítakeppni á Emirates-leikvanginum í kvöld. Maxence Lacroix skoraði sjálfsmark og klikkaði í bráðabana í vítakeppninni.
Mikel Arteta gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu og leyfði sér að hvíla marga lykilmenn. Gabriel Jesus byrjaði fyrsta leik sinn í 345 daga.
Heimamenn voru með öll völd á leiknum í fyrri hálfleiknum og eiginlega ótrúlegt að það hafi verið markalaust í hálfleik, en Walter Benitez var að eiga stórleik í markinu.
Hann varði stórkostlega frá Noni Madueke, Eberechi Eze og Gabriel Jesus og eflaust svekktur með að liðsfélagar hans hafi ekki endurlaunað honum greiðann með því að skora.
Eftir að hafa bankað verulega á dyrnar í leiknum fengu Arsenal-menn hornspyrnu sem Bukayo Saka sendi inn á vel mannaðan teiginn og náði Riccardo Calafiori að stanga hann í fótinn á Maxence Lacroix sem stýrði boltanum í eigið net.
Verðskuldað miðað við gang leiksins og enn eitt markið frá Arsenal eftir fast leikatriði en Palace átti eftir að svara seint í uppbótartíma og auðvitað var það fyrirliðinn Guehi sem skoraði markið.
Adam Wharton kom með aukaspyrnu inn á teiginn sem Lerma skallaði fyrir markið á Guehi sem var fyrstur að átta sig og potaði boltanum í netið.
Arsenal var nálægt því að komast beint áfram í undanúrslitin undir lok uppbótartímans en hornspyrna Declan Rice var hreinsuð á marklínu og náðu Palace-menn að þrauka fram að vítakeppninni.
Bæði lið skoruðu úr fyrstu sjö vítaspyrnunum. William Saliba gerði síðan áttunda vítaspyrnumark Arsenal, en Lacroix, sem hafði gert sjálfsmark fyrr í leiknum, klikkaði eða réttast sagt varði Kepa slakt víti Frakkans og Arsenal því áfram.
Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum en leikirnir eru spilaðir um miðjan janúar og byrjun febrúar.
Vítakeppnin:
1-0 Martin Ödegaard
1-1 Jean-Philippe Mateta
2-1 Declan Rice
2-2 Justin Devenney
3-2 Bukayo Saka
3-3 Will Hughes
4-3 Leandro Trossard
4-4 Borna Sosa
5-4 Mikel Merino
5-5 Jefferson Lerma
6-5 Riccardo Calafiori
6-6 Adam Wharton
7-6 Jurrien Timber
7-7 Christantus Uche
8-7 William Saliba
8-7 Kepa varði frá Lacroix
Athugasemdir


