Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska stórveldið Bayern München. Nýi samningurinn gildir til 2028.
Glódís er einnig fyrirliði Bayern en þýska félagið gaf út myndband með tilkynningunni þar sem miðvörðurinn frábæri segir frá því hvernig tilfinning það er að vera fyrirliði þessa stórveldis.
Glódís er einnig fyrirliði Bayern en þýska félagið gaf út myndband með tilkynningunni þar sem miðvörðurinn frábæri segir frá því hvernig tilfinning það er að vera fyrirliði þessa stórveldis.
„Við erum ekki búin enn, ég er ekki búin enn," segir Glódís í myndbandinu.
„Gæsahúð," skrifar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, liðsfélagi Glódísar í íslenska landsliðinu, við myndbandið.
Glódís var í gær valin fótboltakona ársins á Íslandi fjórða árið í röð. Glódís varð þýskur meistari með Bayern í vor sem leið og tapaði liðið aðeins einum leik í deildinni á tímabilinu. Glódís lék 18 leiki í deildinni og skoraði í þeim tvö mörk. Glódís varð einnig þýskur bikarmeistari
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem Bayern gaf út.
Athugasemdir


