Varnarmaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er kominn aftur heim í Hauka en þetta staðfesti félagið með tilkynningu á Facebook í kvöld.
Gunnlaugur er 31 árs gamall og tók sín fyrstu skref í meistaraflokki með Haukum þar sem hann var lykilmaður áður en hann fór til Víkings árið 2017.
Þar spilaði hann með liðinu í tvö ár, en var að vísu lánaður aftur í Hauka sumarið 2019.
Árið 2020 samdi hann við Kórdrengi og átti þátt í mögnuðum árangri félagsins sem fór upp úr neðstu deild og upp í Lengjudeildina undir stjórn Davíðs Smára Lamude.
Snemma árið 2023 voru Kórdrengir lýstir gjaldþrota og tóku því ekki þátt í Íslandsmótinu það árið en þá skipti Gunnlaugur Fannar yfir í Keflavík.
Hann spilaði 10 leiki með liðinu í Lengjudeildinni er liðið vann sér sæti í Bestu deildina í haust, en hefur nú ákveðið að halda aftur heim í Hauka.
Haukar höfnuðu í 7. sæti í 2. deildinni á síðasta tímabili, en ætla sér stóra hluti næsta sumar. Guðjón Pétur Lýðsson tók við þjálfun liðsins í haust og verða þeir Óskar Örn Hauksson og Pablo Punyed honum til aðstoðar. Punyed mun einnig spila með liðinu.
Athugasemdir



