Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 23. desember 2025 15:48
Kári Snorrason
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Jónatan Guðni Arnarsson er fæddur árið 2007.
Jónatan Guðni Arnarsson er fæddur árið 2007.
Mynd: Breiðablik
„Það var orðið ljóst svolítið snemma að ég myndi fara í Breiðablik.“
„Það var orðið ljóst svolítið snemma að ég myndi fara í Breiðablik.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg.
Magni Fannberg.
Mynd: Norrköping
Jónatan Guðni Arnarsson er nýjasti liðsmaður Breiðabliks. Hann var tilkynntur hjá félaginu á sunnudaginn, en hann kemur frá sænska liðinu Norrköping.

Jónatan er 18 ára gamall en hann var keyptur til Norrköping frá uppeldisfélaginu Fjölni síðasta vetur. Hann kom við sögu í tíu leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Norrköping féll úr deildinni eftir slæman lokakafla.

Fótbolti.net ræddi við Jónatan um heimkomuna og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Önnur lið höfðu áhuga en Breiðablik mest spennandi
„Það er frábært að vera kominn í Breiðablik. Það hefur verið óvissa undanfarna daga, en þetta er komið.“

Áttu skiptin sér langan aðdraganda?
„Ég myndi segja það, þetta voru um þrjár vikur sem leiddu að þessu. Það var orðið ljóst svolítið snemma að ég myndi fara í Breiðablik.“

„Það voru einhver önnur lið inn í myndinni, en mér fannst Breiðablik vera mest spennandi. Þetta er skemmtilegt lið sem hefur unnið deildina nokkrum sinnum núna. Mér fannst þetta besta liðið sem ég hefði getað farið í sem næsta skref,“ segir Jónatan en hann var orðaður við bæði Breiðablik og Val.

Hann segist spenntur að vinna undir Ólafi Inga Skúlasyni, þjálfara Breiðabliks.

„Ég er mjög spenntur að vinna undir honum. Hann hefur góða reynslu að vinna með ungum leikmönnum. Ég held að þetta verði frábær tími hjá okkur og liðinu.“

Brottrekstur Magna hafði mikil áhrif
Magni Fannberg var yfirmaður fótboltamála hjá Norrköping, en hann var látinn fara um mitt tímabil. Jónatan segir sumarið hjá Norrköping hafa verið stormasamt.

„Nei, alls ekki. En það var algjört rugl sem gerðist í sumar, Magni var látinn fara og það var vitað að þjálfarinn væri látinn fara. Ég og umboðsmaðurinn minn tókum þá ákvörðun að það væri best að leita af öðru umhverfi. Klúbburinn var í smá hakki á þessum tímapunkti og þess vegna tókum við þá ákvörðun að það væri best að fara.“

Fékkstu minna traust eftir að Magni var látinn fara?

„Ég myndi ekki segja það, þjálfarinn hélt áfram að gefa mér sénsa. En þetta var auðvitað mjög leiðinlegt fyrir mig að Magni var látinn fara vegna þess að hann kom mér inn í þetta. Þannig að það var vitað eftir að Magni fór að það væri best að fara í eitthvert annað félag.“

„Þetta var samt mjög gott ár. Þetta er góður klúbbur, mjög góðir einstaklingar í liðinu. Þar á meðal Arnór Ingvi og Ísak Andri. Mér fannst þetta vera mjög góður tími.“

Athugasemdir
banner
banner