David Moyes, stjóri Everton, segir engin plön um það að Dwight McNeil fari frá Everton í janúar.
Hann sem stjóri liðsins er allavega ekki meðvitaður um neitt slíkt.
Hann sem stjóri liðsins er allavega ekki meðvitaður um neitt slíkt.
„Ég veit ekki hvaðan það kemur. Sem stjóri liðsins þá hef ég ekki heyrt neitt um það," sagði Moyes spurður út í það hvort McNeil væri á förum í janúar.
„Það eru engin plön um það."
McNeil hefur ekki verið í mjög stóru hlutverki hjá Everton á tímabilinu en hann hefur alls spilað átta leiki í ensku úrvalsdeildinni.
McNeil hefur meðal annars verið orðaður við Nottingham Forest þar sem Sean Dyche er við stjórnvölinn. Dyche þjálfaði McNeil hjá bæði Burnley og Everton.
Athugasemdir




