Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 24. janúar 2018 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Fyrsti sigur FH síðan í september
Grétar Snær kom FH á bragðið.
Grétar Snær kom FH á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1 - 3 FH
0-1 Grétar Snær Gunnarsson ('7)
1-1 Jeppe Hansen ('44)
1-2 Guðmundur Kristjánsson ('62)
1-3 Atli Viðar Björnsson ('75)

FH vann sinn fyrsta sigur síðan í september þegar liðið vann 1-3 sigur á Keflavík í Fótbolta.net mótinu í kvöld. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í fyrstu sex leikjum hans með liðið.

Grétar Snær Gunnarsson sem var á láni hjá HK síðasta sumar fékk tækifærið í byrjunarliði FH í kvöld og svaraði kallinu strax eftir fimm mínútur þegar hann skoraði með skoti í teignum eftir undirbúning frá framherjanum Steven Lennon.

Jeppe Hansen jafnaði metin fyrir Keflavík eftir klukkutíma leik. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn FH frá Ísak Óla Ólafssyni, stakk varnarmenn FH af og afgreiddi boltann framhjá Gunnari Nielsen.

Guðmundur Kristjánsson kom FH svo yfir eftir klukkutíma leik með góðu skoti fyrir utan teig sem fór í bláhornið niðri. Guðmundur er kominn til FH eftir að hafa leikið lengi með Start í Noregi.

Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson kom FH svo í 1-3 þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum með góðu skoti og þannig urðu lokatölur, 1-3 fyrir FH.

FH klárar þessi riðlakeppni með fjögur stig og er eins og er í þriðja sæti en Keflavík endar á botni riðilsins án stiga.



Athugasemdir
banner
banner
banner