Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhannes Eðvaldsson látinn
Mynd: Getty Images
Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, er látinn sjötugur að aldri. RÚV greinir frá þessum sorglegu tíðindum..

Jóhannes byrjaði fótboltaferilinn hjá Val í Reykjavík en hélt svo á vit ævintýranna. Hann spilaði með Cape Town City í Suður-Afríku 1972 og kom svo aftur heim í Val þar sem hann stoppaði stutt. Hann fór til Metz í Frakklandi, Holbæk B&I í Danmörku og til Celtic í Skotlandi. Á ferlinum spilaði hann lengst af með Celtic, frá 1975 til 1980.

Hann spilaði einnig með Tulsa Roughnecks í Bandaríkjunum, Hannover í Þýskalandi, Motherwell í Skotlandi og svo endaði hann ferilinn með Þrótti í Laugardalnum. Hann kom víða við á eftirtektarverðum fótboltaferli.

Hann spilaði jafnframt 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim tvö mörk. Jóhannes var valinn Íþróttamaður ársins 1975 á meðan hann lék fyrir Celtic.

Bróðir Jóhannesar var Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. Atli lést árið 2019 eftir baráttu við krabbamein. Jóhannes lætur eftir sig eiginkonu, Catherine Bradley, og fjögur börn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner