mán 24. febrúar 2020 11:03
Magnús Már Einarsson
Andri sá yngsti í topp fimm deildunum - Fékk smá hnút í magann
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson varð um helgina yngsti Íslendingurinn til að spila í topp fimm deildunum í Evrópu. Hinn 18 ára gamli Andri kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Bologna og Udinese í Serie A á Ítalíu.

Með þessu bætti hann met Sigurðar Jónssonar sem var hálfu ári eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með Sheffield Wednesday á Englandi.

Andri Fannar kom til Bologna frá Breiðabliki fyrir rúmu ári síðan og hefur unnið sig hratt upp hjá ítalska félaginu. Í viðtali við RÚV talar hann um upplifunina að koma inn á í leiknum á laugardag.

„Ég var fáránlega spenntur, mér leið mjög vel, ég var ekkert mjög stressaður. Ég var sendur einn að hita upp í byrjun seinni hálfleiks og svo bara fæ ég kallið á 55. mínútu, þá fékk ég smá hnút í magann en svo gekk bara fáránlega vel," sagði Andri í viðtali við RÚV.

„Það var ótrúlega mikill hávaði og mikil stemning, mikil gleði og mér fannst ganga mjög vel. Ég fékk fáránlega mikið hrós eftir leikinn frá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum. Þetta er bara búið að vera frábært.“

„Ég fór í mjög mörg viðtöl og tók mikið af myndum með aðdáendum eftir leik. Þetta var bara draumur.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner