Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 24. febrúar 2020 12:37
Elvar Geir Magnússon
Crouch: Man Utd stuðningsmenn hafa eignast nýja hetju
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Peter Crouch segir að stuðningsmenn Manchester United hafi eignast nýja hetju með tilkomu Bruno Fernandes. Þá telur hann að miðjumaðurinn portúgalski eigi bara eftir að verða betri.

Fernandes kom frá Sporting Lissabon í janúarglugganum og átti stórleik í 3-0 sigri gegn Watford í gær.

„Fernandes stýrði sýningunni gegn Watford og það sást greinulega hvers United hefur saknað á meðan Paul Pogba hefur verið frá vegna meiðsla. Hann er með ákveðinn hroka og sjálfstraust sem ég er hrifinn af," sagði Crouch við BBC.

„United hefur vantað leikmann sem spilar af svona öryggi. Það er stórt fyrir stuðningsmenn Manchester United að fá einhvern sem fær fólk til að standa upp úr sætunum."

„Maður skilur vel að stuðningsmenn hafa tekið honum strax opnum örmum. Hann er nákvæmlega það sem þeim vantaði. Fernandes lyfti öllum á vellinum upp á næsta stig gegn Watford og kom að öllum þremur mörkunum."

„Ofan á það sýndi hann skemmtileg tilþrif. Hann er leikmaður sem getur opnað vörn andstæðingsins."

Á eftir að verða betri og betri
„Það þarf sterkan karakter til að mæta í svona félag og taka strax ábyrgð sem sá leikmaður sem er með mestan sköpunarmátt. Það fór allt í gegnum Fernandes í gær og honum leið vel á vellinum," segir Crouch.

„Hann var að segja liðsfélögum sínum til og virkaði leiðtogi. Það er ennað sem hann kemur með að borðinu og United vantaði. Hann kemur með ferska vinda. Við höfum séð gæðin frá honum en ég tel að hann eigi bara eftir að verða betri og betri."

Fernandes hefur hjálpað Manchester United að vera þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner