Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. apríl 2019 19:20
Fótbolti.net
Harðfiskur í verðlaun fyrir efsta stuðningsmann hvers félags
Pepsi Max-deildin hefst á föstudagskvöld!
Pepsi Max-deildin hefst á föstudagskvöld!
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Áttunda árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir Draumaliðsleik í Pepsi-deild karla. Fjórða árið í röð er harðfiskvinnslan Eyjabiti aðalstyrktaraðili deildarinnar sem rekin er af Fóbolta.net í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Á síðunni er boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

Stuðningsmenn hvers félags fara sjálfkrafa saman í deild. Eftir hálft mót (11 umferðir) verður efsti stuðningsmaður hvers félags verðlaunaður með harðfisk frá Eyjabita!

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Athugið að ekki hægt er að nota sama notendanafn og í fyrra. Fólk þarf að skrá sig upp á nýtt í ár.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis!

Fyrsta umferðin í Pepsi-deildinni hefst 26. apríl en þann dag lokar markaðurinn. Skráðu þitt lið til leiks í tæka tíð!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Stórglæsileg verðlaun
Eyjabiti er aðalstyrktaraðili leiksins í ár. Eyjabiti er harðfiskvinnsla sem er staðsett á Grenivík.

Þjálfari stigahæsta liðsins í Draumaliðsdeildinni í lok móts fær ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum með VITA ferðum (að andvirði 240 þúsund krónur) sem og harðfisk frá Eyjabita.

Eyjabiti gefur reglulega harðfisk fyrir stigahæstu umferðirnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner