Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 24. apríl 2023 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðurkennir að hafa farið með of lítinn hóp inn í mótið
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann spilaði síðustu helgi og á miðvikudaginn hljóp hann einhverja 18 km.
Hann spilaði síðustu helgi og á miðvikudaginn hljóp hann einhverja 18 km.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var spurður út í leikmannamál í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í gær.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Breiðablik

Það vakti athygli þegar byrjunarliðin voru opinberuð að Guðjón Ernir Hrafnkelsson væri á bekknum en ekki inn á. Guðjón var í mjög stóru hlutverki í fyrra.

„Við vorum aðeins að hvíla hann í rauninni. Hann spilaði síðustu helgi og á miðvikudaginn hljóp hann einhverja 18 km. Það var því komið maraþon í skrokkinn á honum í vikunni og kannski ekki við hæfi að spila honum í dag og búast við einhverri frammistöðu. En hann kom rosalega flottur inn í restina og gott að eiga Gudda - frábær drengur."

Tveir leikmenn frá Jamaíku eru á leiðinni.

„Við erum búnir að vera skoða í kringum okkur og hópurinn er þunnur. Það er staðreynd. Við erum aðeins búnir að fá að súpa seyðið af því, aðeins óheppnir líka að tímabilið er varla byrjað og þá eru meiðslin mætt. Við vitum að verðum að breikka aðeins hópinn."

Var hópurinn sem Hermann fór með inn í mótið of lítill?

„Já, það er engin spurning. Það er búið að vera vinna í hlutum sem ganga ekki alveg upp. Þetta Jamaíka dæmi hefur tekið sinn tíma líka. Við bíðum spenntir eftir að fá liðsauka og bæta í. Við þurfum að hafa aðeins breiðari hóp fyrir alla þessa leiki sem við eigum framundan," sagði Hemmi.

Þeir Arnar Breki Gunnarsson og Guy Smit glíma við meiðsli sem stendur. Guy gæti snúið aftur í næstu viku en ólíklegt er að Arnar Breki spili fyrr en í júní.
Hemmi Hreiðars: Svakalegur karakter í þessum klefa
Athugasemdir
banner
banner