Jón Gísli er uppalinn í Kormáki og hefur á sínum ferli spilað með Kormáki, Tindastóli og sameinuðu liði Kormkáks og Hvatar. Hann á að baki 72 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað níu mörk.
Hann var á sínum tíma í unglingalandsliðsúrtökum og fór árið 2022 á reynslu til Örgryte. Í dag sýnir Jón Gísli á sér hina hliðina.
Hann var á sínum tíma í unglingalandsliðsúrtökum og fór árið 2022 á reynslu til Örgryte. Í dag sýnir Jón Gísli á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Jón Gísli Stefánsson
Gælunafn: Hef eiginlega ekkert gælunafn
Aldur: 20 ára
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti meistaraflokks leikurinn minn var 2019, ég kom inná fyrir fyrirliðann á 90 mínútu, fékk bandið og skoraði svo á 94 mín.
Uppáhalds drykkur: Það er bara húnvetnska vatnið beint úr krananum
Uppáhalds matsölustaður: North West á milli Blönduóss og Hvammstanga
Uppáhalds tölvuleikur: alltaf gaman þegar maður nær í pro clubs í FIFA.
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens er góður
Uppáhalds hlaðvarp: Fm95blö
Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindijr
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: það er "minnsta" frá sjúkraþjálfaranum mínum
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er opin fyrir hverju sem er
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur ekkert í hug
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Dominic Furness
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það var einhver rosa þreyttur gæi í Þrótti Vogum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Pabbi
Sætasti sigurinn: 1-0 gegn Þrótti vogum seinasta tímabil
Mestu vonbrigðin: Þegar ég meiddist heima gegn Völsung seinasta tímabil
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Atli Þór Sindrason úr Þór
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Erfitt að segja, dettur engan í hug
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Kristinn Bjarni Andrason er afar myndarlegur
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Magnea Petra Rúnarsdóttir
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Lionel Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Það á ekki að vera gult þegar maður fagnar með því að fara úr treyjunni
Uppáhalds staður á Íslandi: Blönduós
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var gaman þegar ég skoraði fyrsta markið í meistaraflokki
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með karla landsliðinu í handbolta á EM og HM
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma future
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: Fékk beint rautt á loka mínútunum fyrir að senda bolta í andstæðing sem lá á jörðinni
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Væri til á að setjast niður með Salah, Trent og Robertson, hef gaman af þeim saman
Bestur/best í klefanum og af hverju: Stefán Freyr heldur uppi stemningunni
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Kristinn Bjarni myndi skína í Love Island, hann hefur mikinn áhuga á stelpum.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Mér finnst mjólk ógeðsleg
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Simon Zupancic er toppmaður
Hverju laugstu síðast: Sagði örugglega við einhvern að ég fyndi ekkert til í ökklanum þegar ég fann kannski smá til
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er ekkert skemmtileg
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Modric hvernig hann getur spilað á háu leveli svona lengi
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Bara mæta á völlinn og styðja liðið
Athugasemdir