Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
banner
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 24. apríl
WORLD: International Friendlies
Spain U-16 3 - 0 Turkey U-16
Belgium U-16 2 - 2 Austria U-16
Switzerland U-18 2 - 2 Hungary U-18
China PR U-16 1 - 1 Wales U-16
Bikarkeppni
Bologna - Empoli - 19:00
La Liga
Atletico Madrid - Vallecano - 19:30
Betis - Valladolid - 19:30
Osasuna 0 - 0 Sevilla
Leganes 0 - 0 Girona
fim 24.apr 2025 14:00 Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 12. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í neðsta sæti í spánni er Kormákur/Hvöt.

Kormákur/Hvöt fagnar marki á síðasta tímabili.
Kormákur/Hvöt fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Dominic Furness, þjálfari Kormáks/Hvatar.
Dominic Furness, þjálfari Kormáks/Hvatar.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Sigurður Pétur er lykilmaður.
Sigurður Pétur er lykilmaður.
Mynd/Aðdáendasíða Kormáks
Acai, leikmaður sem hefur staðið vaktina fyrir Kormák/Hvöt í mörg ár.
Acai, leikmaður sem hefur staðið vaktina fyrir Kormák/Hvöt í mörg ár.
Mynd/Aðdáendasíða Kormáks
Kristinn Bjarni er spennandi leikmaður.
Kristinn Bjarni er spennandi leikmaður.
Mynd/Aðdáendasíða Kormáks
Hvað gerir Kormákur/Hvöt á komandi tímabili?
Hvað gerir Kormákur/Hvöt á komandi tímabili?
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Kormákur/Hvöt, 16 stig

12. Kormákur/Hvöt
Í neðsta sæti í spánni er stolt Húnaþings, Kormákur/Hvöt, og er þetta annað árið í röð þar sem þeim er spáð neðsta sæti. Þeir gerðu betur en spáin sagði til um í fyrra með því að enda einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Þeir enduðu tímabilið í fyrra hrikalega illa og töpuðu síðustu fimm leikjum sínum. Þeir þurfa að mæta til leiks af sama krafti og þeir gerðu í fyrra þar sem þeir náðu í mörg góð úrslit sem voru að lokum stóra ástæðan fyrir því að þeir héldu sér uppi. Kormákur/Hvöt vonast eflaust til að taka skref fram á við frá því í fyrra, ekki aftur á bak og enda neðstir. Það eru nokkrar breytingar frá því í fyrra og verður áhugavert að sjá hvernig þær ganga upp, en það hefur ekki gengið neitt frábærlega í vetur.

Þjálfarinn: Bretinn Dominic Furness tók við þjálfun Kormákar/Hvatar í vetur af Aco Pandurevic sem tók við liðinu á síðustu leiktíð. Dominic hefur þjálfað lið Tindastóls undanfarin ár og stýrði liðinu upp úr 4. deildinni síðasta sumar. Sem leikmaður lék hann víða, til dæmis með Tindastóli og FH hér á landi. Aðdáendasíða Kormáks/Hvatar lýsti yfir mikilli ánægju með ráðninguna. „Þegar sameiginlegur áhugi fyrir samstarfi þjálfara og liðs er jafn mikill og í þessu tilviki getur ekki annað en góðir hlutir verið framundan!" sagði í færslu á aðdáendasíðunni.

Stóra spurningin: Ná þeir aftur að koma á óvart?
Kormákur/Hvöt kom á óvart í fyrra með því að halda sér uppi í deildinni og þeir þurfa að gera það aftur í ár því ekki hafa þjálfarar deildarinnar mikla trú á þeim. Það er spurning hvort það takist aftur núna í ár. Það hafa verið breytingar í vetur; nokkrir sterkir leikmenn farið frá félaginu og það þurfa aðrir að stíga upp núna. Heimavöllurinn þarf þá að vera sterkari en hann var í fyrra en hann skilaði einungis átta stigum. Það á að vera erfitt að fara á Blönduós og spila fótbolta. Það á ekki að gerast að útivöllurinn sé gjafmildari fyrir Kormák/Hvöt.

Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í 2. deild karla.

Lykilmenn: Sigurður Pétur Stefánsson og Acai Nauset Elvira Rodriguez
Acai Rodriguez er fyrirliði liðsins. Hefur verið að spila hafsent síðastliðin ár en gæti spilað sem hægri bakvörður í sumar. Hann spilar allar mínútur ef hann er ekki í banni. Sigurður Pétur er miðjumaður með járnlungu. Hann hleypur endalaust og er hjartað á miðjunni. Hann er mikilvægasti leikmaður liðsins og þú veist hvað þú færð frá honum. Hann er öruggur á boltanum og þekkir sitt hlutverk í liðinu upp á tíu. Uppalinn heimastrákur sem myndi deyja fyrir klúbbinn.

Gaman að fylgjast með: Kristinn Bjarni Andrason
Leikmaður sem er fæddur árið 2006. Hann er sterkur og fljótur framherji sem gæti sprungið út í sumar ef hann fær spiltímann.

Komnir:
Abdelhadi Khalok El Bouzarrari frá KFA
Akil Rondel Dexter De Freitas frá KF
Helistano Ciro Manga frá Lettlandi
Hlib Horan frá Tindastóli
Juan Carlos Dominguez Requena frá Tindastóli
Matheus Bettio Gotler frá KFA
Nökkvi Þór Eðvarðsson frá Tindastóli
Simon Zupancic frá Svíþjóð

Farnir:
Alejandro Maqueda Boa til Spánar
Atli Þór Sindrason í Þór (Var á láni)
Emanuel Nikpalj til Króatíu
Goran Potkozarac til Serbíu
Jorge Garcia Dominguez til Spánar
Mateo Climent Rodriguez til Uppsveita
Nökkvi Hjörvarsson í Þór (Var á láni)
Pétur Orri Arnarson í Þór (Var á láni)
Uros Djuric til Serbíu

Þjálfarinn segir - Dominic Furness
„Við erum langminnsta félagið í deildinni. Við erum með svo margar áskoranir sem við verðum að sigrast á. Hópurinn á svo stuttan tíma saman á undirbúningstímabilinu í samanburði við hin liðin. Svona er þetta bara og við tökum áskoruninni af alefli."

Fyrstu þrír leikir Kormáks/Hvatar
3. maí, KFA - Kormákur/Hvöt (SÚN-völlurinn)
10. maí, Kormákur/Hvöt - Grótta (Blönduósvöllur)
17. maí, Ægir - Kormákur/Hvöt (GeoSalmo völlurinn)
Athugasemdir