Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. maí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Breiðablik mætir Val og 32-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Aðsend

Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í kvöld þar sem keppt er í þremur mismunandi deildum auk Mjólkurbikarsins.


Breiðablik og Valur mætast í risaslag í Bestu deild kvenna en hvorugt lið hefur farið sérlega vel af stað í sumar.

Valur getur farið á toppinn með sigri en staðan er verri hjá Blikum sem þurfa sigur til að dragast ekki alltof langt afturúr. Blikar geta jafnað Val á stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri í kvöld.

32-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara þá af stað og eru nokkrir afar áhugaverðir leikir þar á dagskrá. ÍA heimsækir Sindra, HK spilar við Gróttu og þá er grannaslagur þegar Dalvík/Reynir tekur á móti Þór.

Fylkir tekur þá á móti Víkingi R. í Lengjudeild kvenna áður en fjórir leikir fara af stað í 4. deild karla.

Besta deild kvenna
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild kvenna
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)

4. deild karla - A-riðill
20:00 Reynir H-Skallagrímur (Ólafsvíkurvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 Úlfarnir-SR (Framvöllur)
20:00 KÁ-RB (Ásvellir)

4. deild karla - C-riðill
20:00 KM-Léttir (Kórinn - Gervigras)

Mjólkurbikar karla
17:00 Höttur/Huginn-Ægir (Fellavöllur)
18:00 Selfoss-Magni (JÁVERK-völlurinn)
18:00 Sindri-ÍA (Sindravellir)
18:00 Vestri-Afturelding (Olísvöllurinn)
19:15 Hvíti riddarinn-Kórdrengir (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Grindavík-ÍR (Grindavíkurvöllur)
19:15 HK-Grótta (Kórinn)
19:45 Dalvík/Reynir-Þór (Dalvíkurvöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner