Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   fim 22. maí 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ensk fótboltafélög opin fyrir arabískum auðjöfri
Alalshikh ásamt tennisstjörnunni Novak Djokovic.
Alalshikh ásamt tennisstjörnunni Novak Djokovic.
Mynd: EPA
Hér má meðal annars finna Tyson Fury og Sylvester Stallone.
Hér má meðal annars finna Tyson Fury og Sylvester Stallone.
Mynd: EPA
Ensk fótboltafélög vilja ólm fá sádi-arabíska milljarðamæringinn Turki Alalshikh, eða Al-Sheikh, til að fjárfesta í sér. Hann er sagður vera áhugasamur um að eignast hlut í ensku úrvalsdeildarfélagi.

Alalshikh hefur nýtt auð sinn til að fjárfesta í ýmsu en aldrei í enskum fótbolta. Það gæti þó breyst þar sem talið er að ýmis félög úr ensku Championship deildinni séu þegar búin að setja sig í samband við Alalshikh.

Eigendur félaga í deildinni vilja fjárhagsaðstoð til að komast upp úr Championship og í ensku úrvalsdeildina sem er ein arðbærasta deild heimsfótboltans.

Sky Sports greinir frá þessu og bætir við að einhver félög úr ensku úrvalsdeildinni séu einnig áhugasöm um að fá Alalshikh inn sem fjárfesti.

Alalshikh er þekktur í íþróttaheiminum þar sem hann er einn af stærstu skipuleggjendum þegar kemur að stórum box bardögum.

Alalshikh var eigandi spænska félagsins UD Almería þar til hann seldi það til samlanda sinna frá Sádi-Arabíu í síðustu viku. Hann keypti meirihluta í Almería 2019 og er liðið í harðri umspilsbaráttu sem stendur. Markmiðið er að komast strax aftur upp í La Liga, efstu deild spænska boltans, eftir fall í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner