Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 23. maí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Úrslitaleikur og spennandi Evrópubarátta
Úrslitaleikur umspilsins á Wembley
Mynd: Sunderland
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir fótboltahelginni á Englandi sem hefst á morgun með látum, þegar Sheffield United og Sunderland eigast við í ótrúlega dýrmætum úrslitaleik.

Sheffield og Sunderland mætast á Wembley og mun sigurvegari einvígisins tryggja sér þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Það eru gríðarlegar fjárhæðir í spilinu vegna sjónvarpstekna ensku úrvalsdeildarinnar.

Sheffield rúllaði yfir Bristol City í undanúrslitaleik Championship umspilsins á meðan Sunderland rétt marði Coventry eftir framlengingu.

Á sunnudaginn fer svo lokaumferð enska úrvalsdeildartímabilsins fram. Titilbaráttan er búin og nýliðarnir eru löngu fallnir aftur niður um deild svo spenna sunnudagsins verður eingöngu í kringum Evrópubaráttuna.

Þar eru fimm félög búin að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppnum fyrir næstu leiktíð og eiga þau öll enn möguleika á að næla sér í eftirsótt Meistaradeildarsæti.

Þrjú síðustu Meistaradeildarsætin eru laus en taplið dagsins munu leika í Evrópudeildinni og/eða Sambandsdeildinni, þar sem er aðeins eitt laust sæti eftir í hvora keppni. Þá gætu Evrópusæti enskra félagsliða aukist enn frekar ef Chelsea endar í Sambandsdeildarsæti og vinnur svo líka Sambandsdeildina til að tryggja sér Evrópusæti. Það myndi gera áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar kleift að spila í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

Brighton situr í áttunda sæti sem stendur en getur misst það til Brentford sem er með betri markatölu. Brighton er þremur stigum fyrir ofan og heimsækir nýkrýnda Evrópudeildarmeistara Tottenham á sunnudaginn, á meðan Brentford heimsækir Wolverhampton.

Laugardagur
14:01 Sheffield Utd - Sunderland

Sunnudagur
15:00 Bournemouth - Leicester
15:00 Fulham - Man City
15:00 Ipswich Town - West Ham
15:00 Liverpool - Crystal Palace
15:00 Man Utd - Aston Villa
15:00 Newcastle - Everton
15:00 Nott. Forest - Chelsea
15:00 Southampton - Arsenal
15:00 Tottenham - Brighton
15:00 Wolves - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner