Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júlí 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 7. umferðar: Sævar oftar í liðinu en ekki
Lengjudeildin
Fyrirliði Leiknismanna er að eiga skrambi gott sumar.
Fyrirliði Leiknismanna er að eiga skrambi gott sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur á í fyrsta sinn fulltrúa í liði umferðarinnar eftir 2-2 jafntefli við Fram.
Þróttur á í fyrsta sinn fulltrúa í liði umferðarinnar eftir 2-2 jafntefli við Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn eiga fjóra leikmenn í liði sjöundu umferðar Lengjudeildar karla eftir 5-0 sigur á Víkingi Ólafsvík í fyrsta leik Guðjóns Þórðarson sem þjálfara Ólsara. Sævar Atli Magnússon er í liðinu í fjórða sinn í sumar.

Vuk Oskar Dimitrijevic er í liðinu í þriðja sinn og eru Daði Bærings Halldórsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson í fyrsta sinn í liðinu eftir flottan leik gegn Ólsurum.


Nacho Gil skoraði þrennu fyrir Vestra í 3-3 jafntefli gegn ÍBV og var maður leiksins í þeim leik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, er þjálfari umferðarinnar eftir að lið hans sýndi mikinn karakater gegn hans gamla félagi.

Þór vann 3-0 sigur gegn Magna í nágrannaslag og eru þeir Loftur Páll Eiríksson og Orri Sigurjónsson í liðinu fyrir hönd Þórs.

Leiknir Fáskrúðsfirði á tvo fulltrúa í liði umferðarinnar eftir jafntefli gegn sterku liði Keflavíkur. Markvörðurinn Bergsteinn Magnússon kemst í liðið ásamt Sæþóri Ívan Viðarssyni.

Aron Elí Sævarsson spilaði vel í jafntefli Aftureldingar gegn Grindavík og Oliver Heiðarsson er fyrsti Þróttarinn sem kemst í lið umferðarinnar þetta sumarið.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner