Reece James, fyrirliði Chelsea, segist hafa rætt við Enzo Fernandez vegna myndbands sem fór í dreifingu á dögunum.
Það eru miklir erfiðleikar í gangi innan leikmannahóps Chelsea þessa stundina eftir að Fernandez söng rasistasöng ásamt liðsfélögum sínum í Argentínu er liðið fagnaði sigri á Copa America. Enzo hélt á myndavélinni og hefur fengið á sig hitann.
Það eru miklir erfiðleikar í gangi innan leikmannahóps Chelsea þessa stundina eftir að Fernandez söng rasistasöng ásamt liðsfélögum sínum í Argentínu er liðið fagnaði sigri á Copa America. Enzo hélt á myndavélinni og hefur fengið á sig hitann.
Franska fótboltasambandið sendi inn kvörtun til FIFA vegna myndbandsins. Á myndbandinu er Enzo með liðsfélögum sínum í argentínska landsliðinu að syngja um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun' að mati franska sambandsins.
Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð.
Talað hefur verið um að myndbandið hafi skapað sundrung í klefanum hjá Chelsea en margir leikmenn félagsins eru sagðir ósáttir við argentínska miðjumanninn.
„Þetta er mjög erfið staða," segir Reece James. „Enzo veit að hann gerði rangt og hann baðst afsökunar."
„Ég hef rætt við hann og alla sem koma að málinu en þau samtöl mun vera áfram innanbúðar."
Hópurinn hjá Chelsea var ekki sagður mjög þéttur fyrir en þetta mál gerir ekkert til að hjálpa Enzo Maresca, nýjum stjóra liðsins fyrir komandi tímabil.
Enzo er enn í fríi en óvíst er hvernig honum verður tekið þegar hann mætir til baka til Chelsea. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vill meina að það verði engin vandamál.
Athugasemdir