Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 24. ágúst 2019 19:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveinn Þór: Það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magni ferðaðist suður með sjó í dag þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla en Magni heimsótti þá Njarðvíkingar á Rafholtsvöllinn.
Magni hafði fyrir þennan leik náð að tengja saman tvo sigra í síðustu tveim leikjum en það átti eftir að breytast í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Hundfúll auðvitað, ég er ekkert hundfúll yfir framistöðu minna manna, mér fannst við gefa allt í þetta og undirbúðum okkur ofboðslega vel og mættum hérna til þess að vinna Njarðvík í dag en það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik hér í dag." Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna eftir leikinn í dag.

Magni missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik og það hlítur að hafa riðlað til skipurlaginu hjá Magna í þessum leik.
„Já alveg klárlega og bara ekki spurning. Ég er búin að ræða við minn mann og miðað við hvernig maðurinn dettur í grasið að guð minn almáttugur. Ég bara trúi ekki að menn geri svona, ég er svo fúll útí svindlara og að menn láti sig bara detta og fiska rautt spjald, ég þoli þetta ekki."

Sveinn var ekki parsáttur með dómaratríóið í leiknum í dag.
„Illa, það eru bara ákvarðarnir þarna í þessum leik sem að ég bara skil ekki, ég bara næ ekki í rauninni hvernig ekki er hægt að sjá svona og falla fyrir svona svikurum, ég bara næ þessu ekki og ég er svo fúll. Við gagnrýnum alveg okkur og við förum alveg yfir okkar leik og annað og munum vinna í því sem að við hefðum gert betur og annað en það er svo svekkjandi þegar að menn mæta hérna ekki tilbúnir í svona leik og ekki tilbúnir í svona aðstæður og annað og hálfpartinn nenna þessu ekki, það er ofboðslega svekkjandi og þá er ég að tala um alla í þessu dómaratríói og ég er hundfúll yfir þeim." 

Magni eru eins og Njarðvíkignar í hörku baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso deildinni.
„ Við tökum bara einn leik í einu og það er Grótta næst og við ætlum bara að vinna Gróttu, við stefnum að því að vinna Gróttu heima næsta laugardag og tökum á móti þeim þar og gefur allt í þann leik klárlega þannig er það bara einn leikur í einu."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner