Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
banner
   lau 24. ágúst 2024 18:50
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Talsvert meira sexí að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er bara ótrúlega ánægður, við áttum erfiðan síðasta leik og svöruðum því svolítið í dag." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson  þjálfari Leiknis eftir stórsigurinn á Þór Akureyri í Breiðholtinu í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur og Þórsararnir voru svolítið með okkur svona 10 - 20 mínútna kafla í leiknum þar sem okkur leið bara frekar ílla. Það voru ákveðin svæði þarna sem við áttum erfitt með að loka á "

„Gerðum smá áherslubreytingar eftir að við skorum annað markið og svo léttar áherslubreytingar sem við tókum í hálfleik og við náðum að keyra hratt á Þórsvörnina."

„Við náðum bara vel útfærðum skyndisóknum, þegart við náðum að þétta raðirnar. Þegar við náðum að þétta raðirnar þá komust Þórararnir ekkert áfram."

„Við lítum svolítið á þetta að þegar við erum orðnir öryggir með sæti í deildinni þá viljum við horfa á sætin fyrir ofan okkur og það er talsvert meira sexy að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda sæti og ég vona að menn vilji það jafn mikið og ég."

Nánar var rætt við Ólaf Hrannar í viðtalinu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner