„Ég er bara ótrúlega ánægður, við áttum erfiðan síðasta leik og svöruðum því svolítið í dag." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis eftir stórsigurinn á Þór Akureyri í Breiðholtinu í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 - 1 Þór
„Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur og Þórsararnir voru svolítið með okkur svona 10 - 20 mínútna kafla í leiknum þar sem okkur leið bara frekar ílla. Það voru ákveðin svæði þarna sem við áttum erfitt með að loka á "
„Gerðum smá áherslubreytingar eftir að við skorum annað markið og svo léttar áherslubreytingar sem við tókum í hálfleik og við náðum að keyra hratt á Þórsvörnina."
„Við náðum bara vel útfærðum skyndisóknum, þegart við náðum að þétta raðirnar. Þegar við náðum að þétta raðirnar þá komust Þórararnir ekkert áfram."
„Við lítum svolítið á þetta að þegar við erum orðnir öryggir með sæti í deildinni þá viljum við horfa á sætin fyrir ofan okkur og það er talsvert meira sexy að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda sæti og ég vona að menn vilji það jafn mikið og ég."
Nánar var rætt við Ólaf Hrannar í viðtalinu í spilaranum hér að ofan.