Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   lau 24. ágúst 2024 18:50
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Talsvert meira sexí að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er bara ótrúlega ánægður, við áttum erfiðan síðasta leik og svöruðum því svolítið í dag." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson  þjálfari Leiknis eftir stórsigurinn á Þór Akureyri í Breiðholtinu í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur og Þórsararnir voru svolítið með okkur svona 10 - 20 mínútna kafla í leiknum þar sem okkur leið bara frekar ílla. Það voru ákveðin svæði þarna sem við áttum erfitt með að loka á "

„Gerðum smá áherslubreytingar eftir að við skorum annað markið og svo léttar áherslubreytingar sem við tókum í hálfleik og við náðum að keyra hratt á Þórsvörnina."

„Við náðum bara vel útfærðum skyndisóknum, þegart við náðum að þétta raðirnar. Þegar við náðum að þétta raðirnar þá komust Þórararnir ekkert áfram."

„Við lítum svolítið á þetta að þegar við erum orðnir öryggir með sæti í deildinni þá viljum við horfa á sætin fyrir ofan okkur og það er talsvert meira sexy að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda sæti og ég vona að menn vilji það jafn mikið og ég."

Nánar var rætt við Ólaf Hrannar í viðtalinu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner