Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   lau 24. ágúst 2024 18:50
Anton Freyr Jónsson
Óli Hrannar: Talsvert meira sexí að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Ég er bara ótrúlega ánægður, við áttum erfiðan síðasta leik og svöruðum því svolítið í dag." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson  þjálfari Leiknis eftir stórsigurinn á Þór Akureyri í Breiðholtinu í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  1 Þór

„Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur og Þórsararnir voru svolítið með okkur svona 10 - 20 mínútna kafla í leiknum þar sem okkur leið bara frekar ílla. Það voru ákveðin svæði þarna sem við áttum erfitt með að loka á "

„Gerðum smá áherslubreytingar eftir að við skorum annað markið og svo léttar áherslubreytingar sem við tókum í hálfleik og við náðum að keyra hratt á Þórsvörnina."

„Við náðum bara vel útfærðum skyndisóknum, þegart við náðum að þétta raðirnar. Þegar við náðum að þétta raðirnar þá komust Þórararnir ekkert áfram."

„Við lítum svolítið á þetta að þegar við erum orðnir öryggir með sæti í deildinni þá viljum við horfa á sætin fyrir ofan okkur og það er talsvert meira sexy að enda í sjöunda sæti heldur en tíunda sæti og ég vona að menn vilji það jafn mikið og ég."

Nánar var rætt við Ólaf Hrannar í viðtalinu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner