Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Veskið lokað hjá Everton - „Endalaus hringrás“
Sean Dyche
Sean Dyche
Mynd: EPA
John Textor vill kaupa Everton
John Textor vill kaupa Everton
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, var myrkur í máli eftir annað stóra tapið á tímabilinu.

Everton tapaði fyrir Brighton með þremur mörkum gegn engu í fyrstu umferðinni og varð síðan fyrir barðinu á leikmönnum Tottenham í dag.

Tottenham vann 4-0 sigur og er staðan þannig að Everton situr á botninum eftir tvo leiki.

Félagið hefur fengið fimm leikmenn í sumar. Það seldi Amadou Onana, einn af bestu mönnum liðsins, til Aston Villa, en ekki tekist að fylla skarðið sem hann skildi eftir sig.

Dyche væri til í geta gert eitthvað á markaðnum, en hann segist það ekki vera möguleika á þessum tímapunkti.

„Það eru ekki til peningar til að breyta hlutunum. Þetta er staðan á okkur. Við breyttum söguþræðinum á siðustu leiktíð, en seldum síðan mikilvæga leikmenn í sumar. Maður er að reyna að byggja hóp en þá endurræsist áskorunin. Þetta er endalaust áskorun hjá Everton.“

„Við kláruðum síðasta tímabilið sterkt. Við seldum leikmann, sem var að vaxa og þroskast í að verða mjög svo mikilvægur leikmaður, en síðan fáum við annan inn og þar þurfum við að hefja ferlið allt upp á nýtt og leyfa þeim leikmanni að vaxa og þroskast til að verða mikilvægur leikmaður. Þetta er hringrás sem heldur bara áfram og áfram,“
sagði Dyche.

Framtíð Everton liggur í lausu lofti. Tvisvar hefur enska úrvalsdeildin dregið stig af liðinu vegna fjárhagsvandamála félagsins og gengur illa að finna nýja eigendur.

Friedkin Group og 777Partners voru í viðræðum um kaup á Everton en hættu við. Jon Textor, einn af eigendum Crystal Palace, er áhugasamur um að kaupa félagið, en fyrst þyrfti hann að selja hlut sinn í Palace. Það er eitthvað sem gerist ekki á nokkrum dögum og gætu því stuðningsmenn þurft að bíða þolinmóðir eftir gleðifréttum.
Athugasemdir
banner
banner
banner