Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. september 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Atletico Madrid hafnaði risatilboði frá Manchester City
Jose Gimenez.
Jose Gimenez.
Mynd: Getty Images
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir að félagið hafi hafnað 78 milljóna punda tilboði frá Manchester City í varnarmanninn Jose Gimenez.

„Við fengum þetta tilboð en Gimenez er magnaður leikmaður og við viljum hafa magnaða leikmenn í liðinu," sagði Cerezo.

Hinn 25 ára gamli Gimenez hefur verið í lykilhlutverki í vörn Atletico Madrid undanfarin ár.

Manchester City keypti varnarmanninn Nathan Ake frá Bournemouth í sumar en hann vill bæta öðrum varnarmanni við hópinn.

Kalidou Koulibaly hjá Napoli og Jules Kounde hjá Sevilla hafa einnig verið orðaðir við félagið að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner