Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. september 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Atletico Madrid hafnaði risatilboði frá Manchester City
Jose Gimenez.
Jose Gimenez.
Mynd: Getty Images
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, segir að félagið hafi hafnað 78 milljóna punda tilboði frá Manchester City í varnarmanninn Jose Gimenez.

„Við fengum þetta tilboð en Gimenez er magnaður leikmaður og við viljum hafa magnaða leikmenn í liðinu," sagði Cerezo.

Hinn 25 ára gamli Gimenez hefur verið í lykilhlutverki í vörn Atletico Madrid undanfarin ár.

Manchester City keypti varnarmanninn Nathan Ake frá Bournemouth í sumar en hann vill bæta öðrum varnarmanni við hópinn.

Kalidou Koulibaly hjá Napoli og Jules Kounde hjá Sevilla hafa einnig verið orðaðir við félagið að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner