fim 24. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur í Hafnarfirði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er nóg um að vera í Pepsi Max-deild karla í dag þar sem heil umferð fer fram.

Þrír leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Sport 3. FH mætir Val í toppslag þar sem Valsarar geta svo gott sem tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.

Á sama tíma á botnlið Fjölnis leik við ÍA á meðan KR mætir Gróttu í grannaslag. KA og HK eigast einnig við í neðri hlutanum.

Í kvöld á Breiðablik spennandi leik við Stjörnuna þar sem liðin berjast um Evrópusæti. Á sama tíma á Fylkir leik við Víking R.

Það er mikið um fjör í efstu deild karla en það er einnig stórleikur á dagskrá í Lengjudeild kvenna. Þar eigast Keflavík og Haukar við í toppbaráttunni. Keflavík getur svo gott sem tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni með sigri.

Fram og HK eigast svo við í 2. deild kvenna. Þar er HK á toppnum en undir pressu frá næstu liðum og þarf liðið því sigur. Fram er á botninum með 10 stig eftir 12 umferðir. Framarar eru á fleygiferð og hafa nælt sér í átta stig úr síðustu fjórum leikjum.

Pepsi Max-deild karla
16:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
16:15 KR-Grótta (Meistaravellir)
16:15 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn)
16:15 FH-Valur (Stöð 2 Sport - Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Stöð 2 Sport - Kópavogsvöllur)
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Stöð 2 Sport 3 - Würth völlurinn)

Lengjudeild kvenna
16:30 Keflavík-Haukar (Nettóvöllurinn)

2. deild kvenna
19:15 Fram-HK (Framvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner