Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. september 2021 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartani neitað um frí til að spila landsleik
Kjartan Henry í leik með KR í sumar.
Kjartan Henry í leik með KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, birti á Twitter í dag tuttugu ára gamalt bréf frá KSÍ sem sent var á Hagaskóla.

Í bréfinu er óskað eftir því að Kjartan fengi frí úr skólanum til þess að mæta á hádegi þann 26. september árið 2001 til að spila vináttuleik fyir U16 ára landslið Íslands gegn Frakklandi.

Á bréfið er skrifað „Leyfi ekki veitt. Drengurinn á að vera í skólanum". Kjartan skrifar við færsluna: „Skólastjóri Hagaskóla grjótharður!"

Kjartan byrjaði leikinn og var tekinn af velli á 41. mínútu samkvæmt leikskýrslu. Í samtali við Fótbolta.net í dag sagðist Kjartan ekki muna eftir því hvort hann hafi skrópað eða einfaldlega mætt eftir skóla til móts við liðið.

Leikskýrsluna má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner