Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 24. september 2023 20:20
Haraldur Örn Haraldsson
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Harley Willard leikmaður KA skoraði 2 mörk í kvöld í 4-2 sigri gegn Fylki. Harley spilaði ekki mikið í byrjun tímabilsins en hefur verið að koma meira inn í liðið hjá KA upp á síðkastið og spilað vel. Hann var ánægður með sigurinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Þetta var góður leikur í erfiðum aðstæðum, það rigndi mjög mikið og örlítið hvasst en mér fannst við höndla það vel og það er alltaf gott að ná í 3 stig."

Harley hefur smá sögu með Fylki þar sem hann var mjög stutt hjá félaginu eitt sinn og svo hefur honum tekist að skora nokkuð oft gegn þeim. Er það þá eitthvað sérstakt við að mæta Fylki?

„Mér líður alveg eins að spila við þá og öll önnur lið ef ég á að segja alveg eins og er. Ég ber engan illvilja gegn þeim, ég bara spila minn leik og ég skoraði öll 4 mörkin mín í sumar gegn þeim þannig, það er bara eins og það er."

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur spilað Harley upp á síðkastið á miðjunni en hann hefur yfirleitt verið þekktur sem kantmaður. Harley hefur hinsvegar spilað vel á miðjunni og það gæti verið hans framtíðarstaða.

„Ég spilaði reyndar ekkert svo mikið á svona 15-16 fyrstu leikjunum en þegar ég fékk tækifærið fannst mér ég sýna að ég get spilað á þessu leveli. Það voru margir sem héldu að það væri ekki svo og margir sem sögðu að ég gæti það ekki. Þannig að það skiptir ekki máli hvar ég spila á vellinum, ég get alltaf skilað mínu og mér finnst ég vera að sýna það."

Harley kom til KA frá þeirra erkifjendum Þór. Það getur verið umdeilt en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun og sér ekki eftir neinu.

„Ég er ekki íslenskur þannig að fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur. Ég vil bara spila á hæsta leveli sem ég get og þegar KA kom að borðinu þá var ég varla að fara segja nei. Að spila í Evrópu og spila í efstu deild fyrir liðið sem endaði í 2. sæti. Það er frábært tækifæri þannig að ég er ánægður að ég tók því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner