Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 24. september 2023 20:20
Haraldur Örn Haraldsson
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Harley Willard leikmaður KA skoraði 2 mörk í kvöld í 4-2 sigri gegn Fylki. Harley spilaði ekki mikið í byrjun tímabilsins en hefur verið að koma meira inn í liðið hjá KA upp á síðkastið og spilað vel. Hann var ánægður með sigurinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Þetta var góður leikur í erfiðum aðstæðum, það rigndi mjög mikið og örlítið hvasst en mér fannst við höndla það vel og það er alltaf gott að ná í 3 stig."

Harley hefur smá sögu með Fylki þar sem hann var mjög stutt hjá félaginu eitt sinn og svo hefur honum tekist að skora nokkuð oft gegn þeim. Er það þá eitthvað sérstakt við að mæta Fylki?

„Mér líður alveg eins að spila við þá og öll önnur lið ef ég á að segja alveg eins og er. Ég ber engan illvilja gegn þeim, ég bara spila minn leik og ég skoraði öll 4 mörkin mín í sumar gegn þeim þannig, það er bara eins og það er."

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur spilað Harley upp á síðkastið á miðjunni en hann hefur yfirleitt verið þekktur sem kantmaður. Harley hefur hinsvegar spilað vel á miðjunni og það gæti verið hans framtíðarstaða.

„Ég spilaði reyndar ekkert svo mikið á svona 15-16 fyrstu leikjunum en þegar ég fékk tækifærið fannst mér ég sýna að ég get spilað á þessu leveli. Það voru margir sem héldu að það væri ekki svo og margir sem sögðu að ég gæti það ekki. Þannig að það skiptir ekki máli hvar ég spila á vellinum, ég get alltaf skilað mínu og mér finnst ég vera að sýna það."

Harley kom til KA frá þeirra erkifjendum Þór. Það getur verið umdeilt en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun og sér ekki eftir neinu.

„Ég er ekki íslenskur þannig að fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur. Ég vil bara spila á hæsta leveli sem ég get og þegar KA kom að borðinu þá var ég varla að fara segja nei. Að spila í Evrópu og spila í efstu deild fyrir liðið sem endaði í 2. sæti. Það er frábært tækifæri þannig að ég er ánægður að ég tók því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner