Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   sun 24. september 2023 20:20
Haraldur Örn Haraldsson
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Harley Willard leikmaður KA skoraði 2 mörk í kvöld í 4-2 sigri gegn Fylki. Harley spilaði ekki mikið í byrjun tímabilsins en hefur verið að koma meira inn í liðið hjá KA upp á síðkastið og spilað vel. Hann var ánægður með sigurinn í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Þetta var góður leikur í erfiðum aðstæðum, það rigndi mjög mikið og örlítið hvasst en mér fannst við höndla það vel og það er alltaf gott að ná í 3 stig."

Harley hefur smá sögu með Fylki þar sem hann var mjög stutt hjá félaginu eitt sinn og svo hefur honum tekist að skora nokkuð oft gegn þeim. Er það þá eitthvað sérstakt við að mæta Fylki?

„Mér líður alveg eins að spila við þá og öll önnur lið ef ég á að segja alveg eins og er. Ég ber engan illvilja gegn þeim, ég bara spila minn leik og ég skoraði öll 4 mörkin mín í sumar gegn þeim þannig, það er bara eins og það er."

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA hefur spilað Harley upp á síðkastið á miðjunni en hann hefur yfirleitt verið þekktur sem kantmaður. Harley hefur hinsvegar spilað vel á miðjunni og það gæti verið hans framtíðarstaða.

„Ég spilaði reyndar ekkert svo mikið á svona 15-16 fyrstu leikjunum en þegar ég fékk tækifærið fannst mér ég sýna að ég get spilað á þessu leveli. Það voru margir sem héldu að það væri ekki svo og margir sem sögðu að ég gæti það ekki. Þannig að það skiptir ekki máli hvar ég spila á vellinum, ég get alltaf skilað mínu og mér finnst ég vera að sýna það."

Harley kom til KA frá þeirra erkifjendum Þór. Það getur verið umdeilt en hann segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun og sér ekki eftir neinu.

„Ég er ekki íslenskur þannig að fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur. Ég vil bara spila á hæsta leveli sem ég get og þegar KA kom að borðinu þá var ég varla að fara segja nei. Að spila í Evrópu og spila í efstu deild fyrir liðið sem endaði í 2. sæti. Það er frábært tækifæri þannig að ég er ánægður að ég tók því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner