Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 24. október 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Derby: Hef nokkrum sinnum komið til Íslands
Derby mætir ÍA í Evrópukeppni unglingaliða
Walker hér ásamt Rory Delap, sem vann áður fyrr í akademíu Derby.
Walker hér ásamt Rory Delap, sem vann áður fyrr í akademíu Derby.
Mynd: Getty Images
Derby varð Englandsmeistari á síðasta tímabili í U18.
Derby varð Englandsmeistari á síðasta tímabili í U18.
Mynd: Getty Images
Annar flokkur ÍA fagnar Íslandsmeistaratitlinum.
Annar flokkur ÍA fagnar Íslandsmeistaratitlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Justin Walker, þjálfari U19 liðs Derby County, hefur nokkrum sinnum komið til Íslands og mun gera það aftur þegar hans lið mætir ÍA í Evrópukeppni unglingaliða.

Derby vann keppni U18 liða á Englandi á síðustu leiktíð og ÍA er
Íslandsmeistari síðustu tveggja ára í öðrum flokki. Því taka þessi lið þátt í þessari keppni og drógust þau saman í 2. umferð.

Í 1. umferð vann Derby lið Minsk FC frá Hvíta-Rússlandi samanlagt 9-2 og ÍA vann Levadia Tallinn frá Eistlandi samanlagt 16-1. Sannfærandi sigrar.

Eftir 7-2 sigur Derby gegn Minsk í seinni leik liðanna á þriðjudagskvöld, ræddi undirritaður við þjálfara Derby um möguleikann á að fara til Íslands.

„Ég hef komið til Íslands nokkrum sinnum og ég veit við hverju á að búast þegar kemur að hitastigi," sagði Walker.

„Ég er spenntur. Þetta er vegferð sem við héldum líklega að væri ekki möguleg á þeim tíma sem ég hef verið hjá félaginu. Þetta varð að raunveruleika á síðasta ári þegar við urðum meistarar. Við erum spenntir fyrir þessari vegferð."

„Við munum gera okkar besta gegn hvaða liði sem er og vonandi getum við verið eins lengi og hægt er í keppninni."


Þegar rætt var við hann á þriðjudagskvöld sagðist Walker ekki vera farinn að skoða lið ÍA þar sem enn ætti eftir að leika seinni leikinn í einvígi ÍA og Levadia Tallinn.

Getum komist í 2. umferð að minnsta kosti
Derby leit gríðarlega vel út gegn Minsk og eru margir góðir leikmenn í liðinu. Walker reynir að fara ekki langt fram úr sér þegar hann skoðar möguleika liðsins í keppninni.

„Við getum komist í 2. umferð að minnsta kosti, og svo munum við sjá hvað setur."

„Við þurfum að reyna að skora á sjálfa okkur að komast í aðalhluta keppninnar þar sem upp koma spennandi tækifæri að spila gegn stærstu liðum Evrópu."

„Fyrst og fremst þurfum við að klára okkar verkefni,"
sagði Walker.

Evrópukeppni Unglingaliða er skipt í tvo hluta. Í öðrum hlutanum berjast unglingalið félaganna sem komust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og í hinum hlutanum berjast unglingameistarar víðs vegar um Evrópu.

Sigurvegararnir í riðlakeppni Meistaradeildarliða fara beint í 16-líða úrslit á meðan liðin í öðru sæti riðlana mæta þeim átta unglingameistaraliðum sem komast áfram úr annarri umferð í einum leik. Sigurliðið úr þeim leik fer í 16-liða úrslit.

Ríkjandi meistari keppninnar er Porto frá Portúgal.

Leik­ir ÍA og Derby fara fram 6. og 27. nóv­em­ber. Fyrri leikurinn verður á Skaganum.

Sjá einnig:
ÍA vann stærsta sigur í sögu Evrópukeppni unglingaliða
Athugasemdir
banner