Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. október 2020 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Azpilicueta: Fann fyrir handleggjum utan um háls og axlir
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta fyrirliði Chelsea vildi fá vítaspyrnu þegar hann fór upp í skallabolta ásamt Harry Maguire, fyrirliða Man Utd, í dag.

Maguire hélt um Azpilicueta er þeir hoppuðu upp en Martin Atkinson dómari dæmdi ekki og ákvað VAR herbergið að skerast ekki inn í leikinn.

Azpilicueta var ósáttur að leikslokum og talaði um að það þurfi að bæta VAR kerfið.

„Við gátum gert meira í þessum leik, við komumst oft í góðar stöður en fundum ekki lokasendinguna eða tókum rangar ákvarðanir. Við vorum flottir varnarlega en vildum auðvitað fá meira en stig í dag," sagði fyrirliðinn að leikslokum.

„Á vellinum leið mér eins og ég hafi átt að fá vítaspyrnu, ég fann fyrir handleggjunum hans utan um hálsinn minn og axlirnar. Ég get ekki skilið hvers vegna dómarinn tók ekki 20 sekúndur til að skoða þetta á skjánum sínum.

„Ég er stuðningsmaður VAR en þetta er kerfi sem þarf að bæta. Við ættum öll að hjálpast að við að gera þessa deild enn betri."


Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner