sun 24. nóvember 2019 14:46
Brynjar Ingi Erluson
Aubameyang, Mane og Salah tilnefndir sem leikmaður ársins í Afríku
Mohamed Salah og Sadio Mane eru líklegastir til að vinna verðlaunin
Mohamed Salah og Sadio Mane eru líklegastir til að vinna verðlaunin
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen er tilnefndur
Victor Osimhen er tilnefndur
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, Mohamed Salah og Sadio Mane eru allir tilnefndir til verðlauna sem leikmaður ársins í Afríku en listinn var birtur í dag.

Salah hefur unnið verðlaunin síðustu tvö ár fyrir árangur sinn með Liverpool og egypska landsliðið en hann fær töluvert meiri samkeppni í ár.

Mane, liðsfélagi hans hjá Liverpool, hefur átt magnað ár og var markahæstur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Salah og Aubameyang sem var atkvæðamikill í liði Arsenal.

Riyad Mahrez er einnig talinn líklegur en hann vann ensku úrvalsdeildina með Manchester City og Afríkumótið með Alsír. Þá er Naby Keita, leikmaður Liverpool, einnig á listanum.

Nicolas Pepe, sem kom til Arsenal í sumar frá Lille, hjálpaði franska liðinu að komast í Meistaradeild Evrópu og þá er arftaki hans hjá Lille, Victor Osimhen, einnig á listanum en hægt er að sjá listann hér fyrir neðan.

Tilnefningar:

Achraf Hakimi (Marokkó/Borussia Dortmund), André Onana (Kamerún/Ajax), Baghdad Bounedjah (Alsír/Al-Sadd), Carolus Andriamatsinoro (Madagaskar/Al Adalah), Denis Onyango (Úganda/Mamelodi Sundowns), Eric Maxim Choupo-Moting (Kamerún/Paris Saint-Germain), Ferjani Sassi(Túnis/Zamalek), Hakim Ziyech (Marokkó/Ajax), Idrissa Gueye (Senegal/Paris Saint-Germain), Ismail Bennacer (Alsír/AC Milan), Jordan Ayew (Gana/Crystal Palace), Kalidou Koulibaly (Senegal/Napoli), Kodjo Fo Doh Laba (Tógó/Al Ain), Mahmoud Hassan"Trezeguet" (Egyptaland/Aston Villa), Mbwana Samatta (Tansanía/Genk), Mohamed Salah (Egyptaland/Liverpool), Moussa Marega (Malí/Porto), Naby Keita (Gínea/Liverpool), Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin/Arsenal), Odion Ighalo (Nígería/Shanghai Shenhua), Percy Tau (Suður-Afríka/Club Brugge), Pierre-Emerick Aubameyang (Gabon/Arsenal), Riyad Mahrez (Alsír/Manchester City), Sadio Mane (Senegal/Liverpool), Taha Yassine Khenissi (Túnis/Esperance), Thomas Partey (Gana/Atlético Madrid), Victor Osimhen (Nígería/Lille), Wilfred Ndidi (Nígería/Leicester City), Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin/Crystal Palace), Youcef Belaili (Alsír/Ahli Jeddah).


Athugasemdir
banner
banner
banner