Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. nóvember 2020 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Hólmar skoraði í tapi gegn Jóni Guðna og félögum
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Rosenborg og Brann áttust við í markaleik í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Miðverðirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Jón Guðni Fjóluson spila með liðunum. Hólmar Örn lék allan leikinn í vörn Rosenborg og Jón Guðni lék allan leikinn fyrir Brann.

Gestirnir í Brann byrjuðu leikinn gríðarlega vel og þeir leiddu 2-0 að loknum fyrri hálfleiknum. Í byrjun seinni hálfleiks varð staðan 3-0 fyrir Brann.

Rosenborg náði að klóra í bakkann undir lokin. Hólmar Örn skoraði í uppbótartíma til að minnka muninn í 3-2.

Það voru lokatölurnar. Rosenborg er í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Brann situr í 11. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner