
Breel Embolo var að koma Sviss yfir gegn Kamerún í leik sem núna stendur yfir á HM í Katar.
Kamerún var ögn sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu þó færi til að skora. Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Embolo fyrsta mark leiksins.
Hægt er að sjá markið með því að smella hérna.
Embolo fagnaði ekki markinu þar sem hann er fæddur í Kamerún. Hann fæddist árið 1997 í Yaoundé, höfuðborg Kamerún. Foreldrar hans gengu í gegnum skilnað og flutti móðir hans til Frakklands þegar hann var fimm ára.
Móðir hans kynntist svissneskum manni er hún var við nám í Frakklandi og fluttist fjölskyldan svo til Basel. Embolo fékk svissneskan ríkisborgararétt fyrir átta árum síðan en hann spilar í dag með Mónakó.
Athugasemdir