Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   sun 24. nóvember 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forseti Real Madrid: Rodri á Ballon d'Or skilið en ekki í ár
Mynd: EPA

Rodri vann Ballon d'Or verðlaunin í ár en það fór illa í spænsku risana í Real Madrid.

Enginn frá félaginu mætti á athöfnina þar sem þeir komust að því að Vinicius Junior hafi tapað í baráttunni gegn Rodri.


Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta en Dani Carvajal, bakvörður Real Madrid kom einnig til greina. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var með skilaboð til Rodri.

„Rodri er frábær fótboltamaður og hann er frá Madrid, hann hefur ástúð okkar. Hann á Ballon d'Or skilið en ekki í ár, á síðasta ári. Þessi var fyrir leikmann Real Madrid," sagði Pérez.


Athugasemdir
banner
banner
banner