Landsliðsmiðvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon er í liði vikunnar hjá SofaScore og SuperLeagueVoice eftir frábæra frammistöðu með Levadiakos í 2-0 sigri á Panseirrakos í deildinni.
Hörður er 32 ára gamall og verið fljótur að finna sitt gamla form eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla í tvö ár.
Hann spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma er hann lék gegn Skotum í vináttulandsleik í sumar og samdi hann síðan við Levadiakos í september.
Það tók hann ekki langan tíma að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu og hefur Levadiakos unnið sjö af þeim níu leikjum sem hann hefur spilað. Liðinu var ekki spáð neitt sérstaklega góðu gengi fyrir tímabilið en þvert á spár situr það nú í 4. sæti og í harðri baráttu um að komast í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Hörður átti frábæran leik í 2-0 sigri á Panseirraikos um helgina og nú verið valinn í lið umferðarinnar á SofaScore og hjá SuperLeagueVoice sem er ein vinsælasta gríska fótboltarásin á Youtube.
Athugasemdir



