Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 14:00
Sverrir Örn Einarsson
Martha Stewart bætist í eigendahóp Swansea
Martha Stewart er mætt í enska boltann
Martha Stewart er mætt í enska boltann
Mynd: BBC Sports
Nýr eigandi bættist í nokkuð fjölskrúðugan eigandahóp Swansea City sem leikur í ensku Championship deildinni nú rétt fyrir jól. Bandaríska sjónvarps og viðskiptastjarnan Martha Stewart er nú einn af minnihlutaeigendum í félaginu og bætist þar í nokkuð fjölbreytta flóru.

Martha sem er 84 ára gömul hefur auðgast á lífsleiðinni í gegnum vörumerki sitt Martha Stewart Living Omnimedia sem hefur í gegnum árin gefið út bækur, tímarit og framleitt sjónvarpsþætti þar sem Martha sjálf er oftar en ekki í aðalhlutverki með lífstíls og heimilisráð til handa fólki.

Hún bætist sem fyrr segir í nokkuð fjölskrúðugan hluthafahóp frægra einstaklinga sem hlut eiga í Swansea. Þar má finna nöfn eins og Luka Modric króatíska knattspyrnusnillingsins og hins goðsagnakennda rappara Snoop Dogg svo einhverjir séu nefndir.

Hvort Martha láti til sín taka í rekstri félagsins og láti fríska upp á útlit leikvang liðsins eða mötuneyti í gegn skal ósagt látið en eitt er þó víst. Fréttaritari væri til í að fá boðskort í jólaboðið.


Athugasemdir
banner
banner