Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   mið 24. desember 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Ari áfram hjá HamKam (Staðfest) - „Allir þurfa einn Viðar“
Viðar Ari verður áfram hjá HamKam
Viðar Ari verður áfram hjá HamKam
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viðar Ari Jónsson verður áfram í herbúðum norska úrvalsdeildarfélagsins HamKam en hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við félagið í gær.

Tímabilinu í Noregi var að ljúka og tókst Viðari að finna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu þegar leið á tímabilið.

Þessi þrítugi leikmaður fann sig vel í hægri bakverðinum hjá HamKam og eignaði sér stöðuna en hann lagði skoraði þrjú mörk og lagði upp fjögur í 25 leikjum.

HamKam er gríðarlega ánægt með frammistöðu Viðars og verðlaunað hann með nýjum samningi.

„Ég og öll fjölskyldan erum ótrúlega ánægð í Hamar og hjá HamKam. Við kunnum að meta allt sem borgin hefur upp á að bjóða og höfum náð aðlagast vel. Við höfum eytt tveimur frábærum árum hér og hlökkum mikið til næsta árs.“

„Umhverfið er gott hjá félaginu og í klefanum og við erum alltaf að taka ný skref þegar það kemur að íþróttinni. Ég er spenntur fyrir næsta ári,“
sagði Viðar Ari á heimasíðu félagsins.

Jörgen Björn, íþróttastjóri HamKam, er hæstánægður með að hafa haldið Viðari áfram hjá félaginu.

„Við öll þurfum að hafa einn Viðar Ara í lífinu. Hann er fyrirmyndar atvinnumaður með mikla reynslu og getur spilað mismunandi stöður. Viðar er klókur leikmaður sem skilur taktísku atriði leiksins. Hann tekur pressuna af vellinum og er einnig góður í að gera það fyrir yngri leikmennina í klefanum,“ sagði Björn um Viðar.

Viðar Ari kom til HamKam frá FH árið 2023 en hann hefur einnig leikið með Bran og Sandefjord ásamt því að hafa spilað með Honved í Ungverjalandi.

Hann er uppalinn Þróttari en skipti ungur yfir í Fjölni þar sem hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki. Hann á þá 7 A-landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner