Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 25. janúar 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal að krækja í Pablo Marí frá Flamengo
Pablo Marí hampar hér Libertadores bikarnum eftir að hafa unnið River Plate í úrslitum.
Pablo Marí hampar hér Libertadores bikarnum eftir að hafa unnið River Plate í úrslitum.
Mynd: Getty Images
Arsenal er í viðræðum við Flamengo um að fá spænska miðvörðinn Pablo Marí lánaðan út tímabilið með kaupmöguleika næsta sumar.

Marí er 26 ára gamall og var hjá Manchester City í þrjú ár áður en hann skipti yfir til Flamengo í fyrra. Marí spilaði aldrei fyrir Man City heldur var hann lánaður út.

Á síðustu leiktíð var Marí lykilmaður í liði Deportivo La Coruna sem endaði í sjötta sæti spænsku B-deildarinnar. Um sumarið skipti hann til Flamengo og gerði frábæra hluti þar.

Félagið vann brasilísku deildina og suður-amerísku Meistaradeildina og var Marí valinn í lið ársins í Brasilíu.

Sky Sports greinir frá því að Marí mun gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal um helgina. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn sem Mikel Arteta fær til félagsins en þeir störfuðu saman hjá Man City.

Arsenal er einnig að reyna að kaupa úkraínska varnarmanninn Mykola Matviyenko frá Shakhtar Donetsk, en Shakhtar vill 30 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner