Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. febrúar 2021 14:50
Magnús Már Einarsson
Allir leikirnir á EM í Englandi?
Frá Wembley.
Frá Wembley.
Mynd: Getty Images
Lokakeppni EM í sumar gæti farið öll fram á Englandi í ljósi stöðunnar vegna kórónuveirunnar.

EM 2020 átti að fara fram í tólf mismunandi löndum til að fagna 60 ára afmæli Evrópumótsins.

Mótinu var frestað í fyrrasumar vegna kórónuveirunnar en UEFA er ennþá að skoða möguleikana fyrir mótshaldið í sumar.

Góðar líkur eru taldar á því að allir leikir mótsins verði spilaðir á Englandi en bólusetning hefur gengið vel þar í landi.

Undanúrslit og úrslit eiga að fara fram á Wembley samkvæmt núverandi áætlun en um miðjan apríl verður endanleg ákvörðun tekin og mögulegt er að allir leikirnir fari fram á Englandi.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner