Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. febrúar 2021 20:43
Aksentije Milisic
Heiðar Helguson í þjálfarateymi Kórdrengja (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Heiðar Helguson er mættur í þjálfarateymi Kórdrengja en þetta staðfesti félagið í kvöld.

Heiðar Helguson á glæstan feril að baki sem atvinnumaður en hann spilaði í 15 ár ytra og þar lengst af á Englandi.

Lengst var hann hjá Watford en þar spilaði hann 174 leiki og skoraði 55 mörk. Þá á Heiðar 55 landsleiki að baki og skoraði hann í þeim tólf mörk.

Heiðar ólst upp á Dalvík áður en hann hélt suður og fór í Þrótt R. Hann lék svo tvo leiki með SR í fjórðu deildinni árið 2015 áður en skórnir fóru upp á hilluna.

Kórdrengir spila í Lengjudeildinni í sumar en liðið hefur farið hratt upp um neðri deildirnar á síðustu árum.

„Kórdrengir bjóða Heiðar Helguson velkominn í þjálfarateymið. Heiðar þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugamönnum en hann spilaði 15 ár sem atvinnumaður og á að baki 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Mun sú reynsla án vafa reynast Kórdrengjum vel," segir á Facebook síðu Kórdrengja.

Athugasemdir
banner
banner
banner