Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. febrúar 2021 20:25
Aksentije Milisic
Segir að Klopp muni vera rekinn á næsta tímabili ef ekkert breytist
Mynd: Getty Images
Glen Johnson, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir að starf Jurgen Klopp sé ekki í hættu. Haldi liðinu hins vegar áfram að ganga svona illa á næsta tímabili, þá verður hann rekinn.

Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar og hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni, þremur af þeim á Anfield. Klopp sagði í viðtali í síðustu viku að hann sé ekki á leiðinni burt á næstunni.

„Starf hans er ekki í hættu núna en það gæti breyst á næsta tímabili," sagði Johnson.

„Það er ekki hægt að tala um það á þessu tímabili að hann verði rekinn. Hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. En í þessum gæðaflokki í fótboltanum, þá breytast hlutirnir fljótt."

„Hann þarf ekki að hafa áhyggjur núna en ef ekkert breytist á næsta tímabili þá gæti hann farið."

Bild segir að Klopp vilji fyrr eða síðar taka við þýska landsliðinu. Hann muni fara frá Liverpool á næsta ári, taka sér smá pásu frá þjálfun og taka síðan við landsliðinu.
Athugasemdir
banner