Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 25. febrúar 2025 22:47
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
Kvenaboltinn Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var erfiður leikur. Við vissum alveg að við værum að fara liggja lágt. Frakkar eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum, þannig við vorum alltaf að fara liggja lágt og sækja hratt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 3-2 tapið gegn Frökkum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Ingibjörg gerði seinna mark Íslands í leiknum eftir hornspyrnu en föstu leikatriðin var hættulegasta vopn Íslands í leiknum, eins og svo oft áður.

Varnarmaðurinn öflugi var ekki nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, en var ánægð með hvernig liðið náði að bregðast við í þeim síðari.

„Beita skyndisóknum, reyna að vera þolinmóðar á boltann og halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera. Að þora að halda í boltann og fannst við gera það eins vel og við gátum. Auðvitað er hægt að bæta mikið, en við reyndum alla vega.“

„Þær eru eins og þær eru alltaf — mjög góðar. Þær eru líka með veikleika sem við ætluðum að nýta okkur og náðum að nýta það í dag og skoruðum tvö mörk, en þá getur maður ekki fengið á sig þrjú.“

„Mér fannst von í þessu allan leikinn. Alltof passífar í fyrri hálfleik og fela okkur á köflum og erfitt að byggja upp spilið en við héldum áfram að reyna og ég er stolt af því.“


Ingibjörg horfir fram veginn og segir nú stefnuna að vinna Frakkland og Sviss á heimavelli.

„Þetta eru erfiðir útivelli en fannst við aðeins of passífar á móti Sviss og hefðum getað náð í meira þar en erum klárlega að stefna að því að taka bæði lið heima,“ sagði Ingibjörg í lokin.
Athugasemdir
banner
banner