Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 25. febrúar 2025 22:47
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
Kvenaboltinn Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var erfiður leikur. Við vissum alveg að við værum að fara liggja lágt. Frakkar eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum, þannig við vorum alltaf að fara liggja lágt og sækja hratt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 3-2 tapið gegn Frökkum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Ingibjörg gerði seinna mark Íslands í leiknum eftir hornspyrnu en föstu leikatriðin var hættulegasta vopn Íslands í leiknum, eins og svo oft áður.

Varnarmaðurinn öflugi var ekki nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, en var ánægð með hvernig liðið náði að bregðast við í þeim síðari.

„Beita skyndisóknum, reyna að vera þolinmóðar á boltann og halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera. Að þora að halda í boltann og fannst við gera það eins vel og við gátum. Auðvitað er hægt að bæta mikið, en við reyndum alla vega.“

„Þær eru eins og þær eru alltaf — mjög góðar. Þær eru líka með veikleika sem við ætluðum að nýta okkur og náðum að nýta það í dag og skoruðum tvö mörk, en þá getur maður ekki fengið á sig þrjú.“

„Mér fannst von í þessu allan leikinn. Alltof passífar í fyrri hálfleik og fela okkur á köflum og erfitt að byggja upp spilið en við héldum áfram að reyna og ég er stolt af því.“


Ingibjörg horfir fram veginn og segir nú stefnuna að vinna Frakkland og Sviss á heimavelli.

„Þetta eru erfiðir útivelli en fannst við aðeins of passífar á móti Sviss og hefðum getað náð í meira þar en erum klárlega að stefna að því að taka bæði lið heima,“ sagði Ingibjörg í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner