Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   þri 25. febrúar 2025 22:47
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var erfiður leikur. Við vissum alveg að við værum að fara liggja lágt. Frakkar eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum, þannig við vorum alltaf að fara liggja lágt og sækja hratt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 3-2 tapið gegn Frökkum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Ingibjörg gerði seinna mark Íslands í leiknum eftir hornspyrnu en föstu leikatriðin var hættulegasta vopn Íslands í leiknum, eins og svo oft áður.

Varnarmaðurinn öflugi var ekki nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, en var ánægð með hvernig liðið náði að bregðast við í þeim síðari.

„Beita skyndisóknum, reyna að vera þolinmóðar á boltann og halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera. Að þora að halda í boltann og fannst við gera það eins vel og við gátum. Auðvitað er hægt að bæta mikið, en við reyndum alla vega.“

„Þær eru eins og þær eru alltaf — mjög góðar. Þær eru líka með veikleika sem við ætluðum að nýta okkur og náðum að nýta það í dag og skoruðum tvö mörk, en þá getur maður ekki fengið á sig þrjú.“

„Mér fannst von í þessu allan leikinn. Alltof passífar í fyrri hálfleik og fela okkur á köflum og erfitt að byggja upp spilið en við héldum áfram að reyna og ég er stolt af því.“


Ingibjörg horfir fram veginn og segir nú stefnuna að vinna Frakkland og Sviss á heimavelli.

„Þetta eru erfiðir útivelli en fannst við aðeins of passífar á móti Sviss og hefðum getað náð í meira þar en erum klárlega að stefna að því að taka bæði lið heima,“ sagði Ingibjörg í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner