Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
   þri 25. febrúar 2025 22:47
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
Kvenaboltinn Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var erfiður leikur. Við vissum alveg að við værum að fara liggja lágt. Frakkar eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum, þannig við vorum alltaf að fara liggja lágt og sækja hratt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 3-2 tapið gegn Frökkum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Ingibjörg gerði seinna mark Íslands í leiknum eftir hornspyrnu en föstu leikatriðin var hættulegasta vopn Íslands í leiknum, eins og svo oft áður.

Varnarmaðurinn öflugi var ekki nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, en var ánægð með hvernig liðið náði að bregðast við í þeim síðari.

„Beita skyndisóknum, reyna að vera þolinmóðar á boltann og halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera. Að þora að halda í boltann og fannst við gera það eins vel og við gátum. Auðvitað er hægt að bæta mikið, en við reyndum alla vega.“

„Þær eru eins og þær eru alltaf — mjög góðar. Þær eru líka með veikleika sem við ætluðum að nýta okkur og náðum að nýta það í dag og skoruðum tvö mörk, en þá getur maður ekki fengið á sig þrjú.“

„Mér fannst von í þessu allan leikinn. Alltof passífar í fyrri hálfleik og fela okkur á köflum og erfitt að byggja upp spilið en við héldum áfram að reyna og ég er stolt af því.“


Ingibjörg horfir fram veginn og segir nú stefnuna að vinna Frakkland og Sviss á heimavelli.

„Þetta eru erfiðir útivelli en fannst við aðeins of passífar á móti Sviss og hefðum getað náð í meira þar en erum klárlega að stefna að því að taka bæði lið heima,“ sagði Ingibjörg í lokin.
Athugasemdir
banner