Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 25. febrúar 2025 22:47
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
Kvenaboltinn Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var erfiður leikur. Við vissum alveg að við værum að fara liggja lágt. Frakkar eru með heimsklassa leikmenn í öllum stöðum, þannig við vorum alltaf að fara liggja lágt og sækja hratt,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir 3-2 tapið gegn Frökkum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Ingibjörg gerði seinna mark Íslands í leiknum eftir hornspyrnu en föstu leikatriðin var hættulegasta vopn Íslands í leiknum, eins og svo oft áður.

Varnarmaðurinn öflugi var ekki nógu ánægð með fyrri hálfleikinn, en var ánægð með hvernig liðið náði að bregðast við í þeim síðari.

„Beita skyndisóknum, reyna að vera þolinmóðar á boltann og halda áfram að byggja á því sem við höfum verið að gera. Að þora að halda í boltann og fannst við gera það eins vel og við gátum. Auðvitað er hægt að bæta mikið, en við reyndum alla vega.“

„Þær eru eins og þær eru alltaf — mjög góðar. Þær eru líka með veikleika sem við ætluðum að nýta okkur og náðum að nýta það í dag og skoruðum tvö mörk, en þá getur maður ekki fengið á sig þrjú.“

„Mér fannst von í þessu allan leikinn. Alltof passífar í fyrri hálfleik og fela okkur á köflum og erfitt að byggja upp spilið en við héldum áfram að reyna og ég er stolt af því.“


Ingibjörg horfir fram veginn og segir nú stefnuna að vinna Frakkland og Sviss á heimavelli.

„Þetta eru erfiðir útivelli en fannst við aðeins of passífar á móti Sviss og hefðum getað náð í meira þar en erum klárlega að stefna að því að taka bæði lið heima,“ sagði Ingibjörg í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner