Ari Sigurpálsson, kantmaður Víkings, er eftirsóttur af félögum í Skandinavíu. Í útvarpsþættinum Fótbolti.net var sagt frá því að danska félagið Lyngby hefði gert tilboð í hann fyrir stuttu en því tilboði var hafnað.
Einnig hefur verið talað um áhuga Hammarby í Svíþjóð og Brann í Noregi.
Einnig hefur verið talað um áhuga Hammarby í Svíþjóð og Brann í Noregi.
Elvar Geir Magnússon spurði því í þættinum hvern Víkingur myndi reyna við ef Ari fer frá félaginu.
„Þeir hljóta að athuga hvort FH-ingar nái jarðtengingu í verðmati sínu á Kjartani Kára," sagði Tómas Þór Þórðarson en Kjartan Kári Halldórsson hefur verið orðaður við Víkinga síðustu vikur.
Birnir Snær Ingason, sem er á mála hjá Halmstad í Svíþjóð, var einnig nefndur til sögunnar og Óskar Borgþórsson, leikmaður Sogndal í Noregi.
„Það verður hugsað stórt, það þarf að fá alvöru leikmann til að fylla í þetta," sagði Elvar Geir.
Karl Friðleifur Gunnarsson, bakvörður Víkinga, hefur einnig verið orðaður við félög í Skandinavíu.
„Ég skil ekki fyrir mitt litla líf af hverju ekkert félag í norsku úrvalsdeildinni er búið að kaupa Karl Friðleif. Hann hefur allt. Ég vona að enginn í Noregi sé að hlusta," sagði Tómas Þór.
Athugasemdir