Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 12. febrúar 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað. Við tókum smá göngutúr í dag. Þetta er virkilega flott borg og veðrið líkt Íslandi svo þetta er mjög gott fyrir okkur," segir Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, en hann ræddi við Fótbolta.net í Helsinki í dag.

Víkingur er að fara að mæta Panathinaikos á morgun í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Ari vonast til þess að aðstæðurnar sem spilað verður við muni hagnast Víkingi. Leikið verður í kulda á heimavelli HJK Helsinki, sem er gervigraslagður.

„Ég tel að það sé mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum. Fókusinn er að ná í eins góð úrslit og hægt er í fyrri leiknum og ná að gera þetta smá óþægilegt fyrir þá í seinni leiknum."

Hann segir að Evrópudraumar Víkings nái lengra en bara í þetta verkefni.

„Við erum ekkert að taka þátt í þessu nema við viljum vinna og komast lengra. Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Sölvi og staffið hafa gert vel í að leikgreina. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Gæti opnað fleiri möguleika
Í lokin var Ari spurður út í sína framtíð. Hann er á blaði hjá félögum í Skandinavíu.

„Fókusinn er bara á leikinn á morgun. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn bjóst ég ekki alveg við því að vera að fara að spila þennan leik. Skandinavíski markaðurinn, sem er kannski minn markaður, er kannski ekki kominn á fullt flug. Sjáum bara hvað gerist. Ég ætla að standa mig vel í þessum leik og þá eru náttúrulega fleiri möguleikar sem opnast," segir Ari.

„Það hafa verið einhverjar hræringar. Það er bara Víkingur sem ræður. Ég er ekkert ódýr. En það verður geggjað að spila þennan leik. Það er skemmtilegra að vera að fara að spila þennan leik en vera á einhverju undirbúningstímabili."
Athugasemdir
banner