Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 12. febrúar 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað. Við tókum smá göngutúr í dag. Þetta er virkilega flott borg og veðrið líkt Íslandi svo þetta er mjög gott fyrir okkur," segir Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, en hann ræddi við Fótbolta.net í Helsinki í dag.

Víkingur er að fara að mæta Panathinaikos á morgun í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Ari vonast til þess að aðstæðurnar sem spilað verður við muni hagnast Víkingi. Leikið verður í kulda á heimavelli HJK Helsinki, sem er gervigraslagður.

„Ég tel að það sé mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum. Fókusinn er að ná í eins góð úrslit og hægt er í fyrri leiknum og ná að gera þetta smá óþægilegt fyrir þá í seinni leiknum."

Hann segir að Evrópudraumar Víkings nái lengra en bara í þetta verkefni.

„Við erum ekkert að taka þátt í þessu nema við viljum vinna og komast lengra. Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Sölvi og staffið hafa gert vel í að leikgreina. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Gæti opnað fleiri möguleika
Í lokin var Ari spurður út í sína framtíð. Hann er á blaði hjá félögum í Skandinavíu.

„Fókusinn er bara á leikinn á morgun. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn bjóst ég ekki alveg við því að vera að fara að spila þennan leik. Skandinavíski markaðurinn, sem er kannski minn markaður, er kannski ekki kominn á fullt flug. Sjáum bara hvað gerist. Ég ætla að standa mig vel í þessum leik og þá eru náttúrulega fleiri möguleikar sem opnast," segir Ari.

„Það hafa verið einhverjar hræringar. Það er bara Víkingur sem ræður. Ég er ekkert ódýr. En það verður geggjað að spila þennan leik. Það er skemmtilegra að vera að fara að spila þennan leik en vera á einhverju undirbúningstímabili."
Athugasemdir
banner
banner