Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
Bjarni: Gleði og hamingja
Alda Ólafsdóttir: Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin
Skarphéðinn: Ógeðslega lélegt hjá okkur
Bergdís: Fannst úrslitin ekki segja nákvæmlega hvernig leikurinn spilaðist
Telma: Best fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
   mið 12. febrúar 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað. Við tókum smá göngutúr í dag. Þetta er virkilega flott borg og veðrið líkt Íslandi svo þetta er mjög gott fyrir okkur," segir Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, en hann ræddi við Fótbolta.net í Helsinki í dag.

Víkingur er að fara að mæta Panathinaikos á morgun í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Ari vonast til þess að aðstæðurnar sem spilað verður við muni hagnast Víkingi. Leikið verður í kulda á heimavelli HJK Helsinki, sem er gervigraslagður.

„Ég tel að það sé mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum. Fókusinn er að ná í eins góð úrslit og hægt er í fyrri leiknum og ná að gera þetta smá óþægilegt fyrir þá í seinni leiknum."

Hann segir að Evrópudraumar Víkings nái lengra en bara í þetta verkefni.

„Við erum ekkert að taka þátt í þessu nema við viljum vinna og komast lengra. Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Sölvi og staffið hafa gert vel í að leikgreina. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik."

Gæti opnað fleiri möguleika
Í lokin var Ari spurður út í sína framtíð. Hann er á blaði hjá félögum í Skandinavíu.

„Fókusinn er bara á leikinn á morgun. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn bjóst ég ekki alveg við því að vera að fara að spila þennan leik. Skandinavíski markaðurinn, sem er kannski minn markaður, er kannski ekki kominn á fullt flug. Sjáum bara hvað gerist. Ég ætla að standa mig vel í þessum leik og þá eru náttúrulega fleiri möguleikar sem opnast," segir Ari.

„Það hafa verið einhverjar hræringar. Það er bara Víkingur sem ræður. Ég er ekkert ódýr. En það verður geggjað að spila þennan leik. Það er skemmtilegra að vera að fara að spila þennan leik en vera á einhverju undirbúningstímabili."
Athugasemdir
banner
banner