Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
   þri 25. mars 2025 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta snýst ekkert um peninga"
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold virðist vera að færast nær Real Madrid. Michael Owen, sem þekkir það að fara frá Liverpool til Madrídar, telur að skiptin hafi ekkert með peninga að gera.

Evrópumeistararnir hafa lagt mikla áherslu á að fá hægri bakvörðinn en samningur hans við Liverpool er að renna út.

„Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Liverpool og er nú þegar goðsögn hjá félaginu," segir Owen um Alexander-Arnold.

„Þetta snýst ekkert um peninga. Þetta snýst meira um það að hann vill ekki líta til baka eftir ferilinn og hugsa um að hann hafi misst af þessu tækifæri."

Real Madrid er eitt stærsta félag í heimi, ef ekki það stærsta. Flestum leikmönnum dreymir um að spila í hvítu í spænsku höfuðborginni og það virðist eiga við um Alexander-Arnold.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner