Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mán 23. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ísak Þorvaldsson (Norwich/Fleetwood)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson
Jökull Andrésson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hudson-Odoi.
Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Bjarki Steinn Bjarkason
Bjarki Steinn Bjarkason
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Kristall Máni Ingason er steiktur.
Kristall Máni Ingason er steiktur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ronaldinho er sá besti.
Ronaldinho er sá besti.
Mynd: Getty Images
Ísak Snær Þorvaldsson er að láni hjá Fleetwood í þriðju efstu deild Englands frá úrvalsdeildarfélaginu Norwich.

Rætt var við Ísak fyrir ekki svo löngu hér á Fótbolti.net og farið yfir fyrstu skrefin á ferlinum. Í dag sýnir Ísak hina hliðina á sér.

Sjá einnig:
FCK reyndi að fá Ísak á reynslu 12 ára - Foreldrar sögðu nei
Ísak Snær: Kemur á óvart hversu 'nice' Joey Barton er

Fullt nafn: Ísak Snær Þorvaldsson

Gælunafn: Thor

Aldur: 18.

Hjúskaparstaða: Single.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var bara núna 15 febrúar (2020) með Fleetwood.

Uppáhalds drykkur: Hvítur monster.

Uppáhalds matsölustaður: Nando's

Hvernig bíl áttu: 2019 BMW 2 series.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Power og Brooklyn nine nine.

Uppáhalds tónlistarmaður: Jason Derulo.

Fyndnasti Íslendingurinn: Minn maður úr Mosó Steindi Jr.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Fæ mer ekki bragðaref er bara í súkkulaði shake.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ”We are off till Monday then we’ll see what we will do” frá Joey Barton.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Val, mamma myndi drepa mig ef ég færi þangað.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Callum Hudson-Odoi í Chelsea.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Darren Huckerby en Vilberg Sverrisson og Bjarki Már Sverrisson eiga mikið í því hvernig leikmaður ég er í dag.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:

Sætasti sigurinn: 1-0 sigur vs Ipswich. Hata ekkert að vinna Ipswich.

Mestu vonbrigðin: Missa af milliriðlinum með u17 vegna meiðsla.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Bjarki Steinn Bjarkasson.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jökull Andrésson verður besti keeper sem Ísland mun nokkurn timan hafa.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Róbert Orri Þorkelsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Eva Alexandra

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldinho hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mer.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Jökull Andrésson er svakalegur.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima í Mosó.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Dómarinn sýndi á sér typpið á barcelona summer cup 2016 og hitt liðið labbaði af vellinum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Festist á tiktok í nokkra tima.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, horfi á íslenska handboltan, NFL og NBA.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði, Það er ekki hægt að hata stærðfræði meira en ég.

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jökull Andrésson fyrir banter, Atli Barkarson fyrir heila og Messi útaf það myndu allir vera að leita af hinum ef hann tyndist og þa eru meiri líkur að það sé fundið mig hahah.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hata ekkert að eyða pening.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kristall Ingason, þetta er einn steiktasti gaur sem ég hef hitt.

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu minni að ég drykki ekki, sorry Ma.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hita upp og hlaupa test.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Chilla með fjöllunni og kíkja kannski aðeins í bæinn, þar sem það eru bara 3 búnir að vera greindir með covid-19 í Norwich þa er ég ekkert að stressa mig yfir þessu. (17. mars)
Athugasemdir
banner
banner
banner