Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   mið 22. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Atli Barkarson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson á stuttbuxunum.
Jóhann Kristinn Gunnarsson á stuttbuxunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson er uppalinn á Húsavík en er í dag leikmaður Víkings. Í millitíðinni var hann í akademíu Norwich og stoppaði einnig við í Noregi hjá Fredrikstad.

Atli á að baki 29 unglingalandsleiki. Hann var í viðtali við Fótbolta.net þegar hann gekk í raðir Víkings en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Atli Barkar: Vildi fara í Víking strax eftir fund með Arnari

Fullt nafn: Atli Barkarson

Gælunafn: Er ekki með neitt. Bara Atli Barkar

Aldur: 19 Ára

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Kom inná á móti Hetti í 2. deildinni með Völsungi sumarið 2016

Uppáhalds drykkur: Vatnið alltaf gott

Uppáhalds matsölustaður: Salka restaurant. Veitingastaðurinn hans pabba

Hvernig bíl áttu: Er með Suzuki swift frá Víking

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Stranger things

Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber er kóngurinn í þessum bransa

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, Oreo, kökudeig og smá lúxusdýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Your order has been confirmed.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Callum Hudson Odoi eða Emile Smith Rowe

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jóhann Kristinn Gunnarsson hjá Völsungi

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Smith Rowe var mjög erfiður

Sætasti sigurinn: Vinna Rússland með U17 til þess að komast í milliriðil

Mestu vonbrigðin: Komast ekki í milliriðil með U19 í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Birkir Heimisson, það eru gæði

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hallgrímur Mar Steingrímsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Arnhildur Ingvarsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: úff… Þeir eru nokkrir maður. En ég verð að velja Ágúst Hlyns. Hann talar ekki um annað

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima á Húsavík með fjölskyldunni

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við vorum að spila á móti Rússlandi í U17 þá voru Rússarnir orðnir nokkuð pirraðir á okkur og svo tók Ísak Snær svakalega tæklingu á einn af þeirra bestu leikmönnum. Þeir komu allir hlaupandi að honum og byrjuðu að ýta og rífast í honum en þá byrjaði Ísak bara að blóta á Rússnesku til baka. Þeir þeir urðu allir skíthræddir við hann, enda er hann byggður eins og naut. Það var ekkert eðlilega gott.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist aðeins með NBA og smá Formúlunni eftir þættina á netflix

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er að skipta úr Phantom vision yfir í Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er ekki lélegur í neinu. Helst bara að skrifa. Það skilst ekkert alltaf.

Vandræðalegasta augnablik: kom inna í 19 – 0 tapi á móti HK í úrslitum í 4. flokki. Ég var reyndar að spila uppfyrir mig því eg var á yngra ári í 5 flokki en samt. Þetta á ekki að vera hægt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Myndi taka Óttar og Júlíus Magnússon með mér og við myndum vinna saman við að reyna koma okkur heim. Svo líka Ágúst Hlyns, hann myndi ekkert hjálpa en hann myndi skemmta okkur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég varð íslandsmeistari í hástökki, langstökki og kúluvarpi þegar ég var 13 ára.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Óttar Magnús. Ég vissi alveg að hann væri góður í fótbolta en ekki svona hrikalega góður.

Hverju laugstu síðast: Örugglega að ég væri búinn að vera á fullu að læra við mömmu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Fara yfir taktík daginn fyrir leik þegar þú veist að þú ert ekki að fara byrja.

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: vakna snemma, borða morgunmat læra til 12 sirka. Æfa eftir hádegi, slaka á heima og horfa á Netflix og youtube - fara svo aftur að æfa seinnipartinn. Svo bara slaka á fyrir svefninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner