Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 25. apríl 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður stórslagur strax í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals tóku á móti Breiðablik á Origo vellinum.

Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og bar leikurinn merki þess efnis í kvöld þar sem ekkert var gefið eftir í miklum baráttuleik þar sem Valskonur höfðu betur með einu marki gegn engu.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Þetta var auðvitað bara jafn slagur, hörku leikur og mikil barátta út um allan völl og það er eitt moment sem skilur á milli og það er oft í þannig í þessum leikjum, við fengum okkar moment og nýttum þau ekki og ég sá nú ekki nákvæmlega hvernig það gerðist en hvernig við missum hann akkúrat á bakvið okkur í markinu og það er bara dýrt." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og vilja beggja liða til þess að leggja allt í þetta og Ási var að vonum stoltur af sínum leikmönnum.

„Ég sá ekki annað en að allir leikmenn mínir hafi lagt allt sitt í þetta og skilið allt sitt eftir úti á vellinum og þú getur ekkert farið fram á endilega mikið meira þannig það er rétt að þær lögðu allt í þetta en því miður dugði það ekki til í dag."

Það er hægt að færa rök fyrir því að Breiðabllik byrji á erfiðasta útivellinum í deildinni.

„Það eru nú margir erfiðir útivellir í þessari deild og þetta er einn af þeim og í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti og hvort sem það er erfiður útivöllur eða einhver meiðsli í leikmannahópnum eða framkvæmdir á vellinum heima og þú spilar marga útileiki í röð. Það eru allskonar mótlæti í þessu og það er bara okkar að glíma við það og díla við það og gera það besta út úr þessu og stelpurnar gerðu það allavega í dag og við komum bara dýrvitlausar í næsta leik."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner