Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 25. apríl 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður stórslagur strax í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals tóku á móti Breiðablik á Origo vellinum.

Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og bar leikurinn merki þess efnis í kvöld þar sem ekkert var gefið eftir í miklum baráttuleik þar sem Valskonur höfðu betur með einu marki gegn engu.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Þetta var auðvitað bara jafn slagur, hörku leikur og mikil barátta út um allan völl og það er eitt moment sem skilur á milli og það er oft í þannig í þessum leikjum, við fengum okkar moment og nýttum þau ekki og ég sá nú ekki nákvæmlega hvernig það gerðist en hvernig við missum hann akkúrat á bakvið okkur í markinu og það er bara dýrt." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og vilja beggja liða til þess að leggja allt í þetta og Ási var að vonum stoltur af sínum leikmönnum.

„Ég sá ekki annað en að allir leikmenn mínir hafi lagt allt sitt í þetta og skilið allt sitt eftir úti á vellinum og þú getur ekkert farið fram á endilega mikið meira þannig það er rétt að þær lögðu allt í þetta en því miður dugði það ekki til í dag."

Það er hægt að færa rök fyrir því að Breiðabllik byrji á erfiðasta útivellinum í deildinni.

„Það eru nú margir erfiðir útivellir í þessari deild og þetta er einn af þeim og í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti og hvort sem það er erfiður útivöllur eða einhver meiðsli í leikmannahópnum eða framkvæmdir á vellinum heima og þú spilar marga útileiki í röð. Það eru allskonar mótlæti í þessu og það er bara okkar að glíma við það og díla við það og gera það besta út úr þessu og stelpurnar gerðu það allavega í dag og við komum bara dýrvitlausar í næsta leik."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner