Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   þri 25. apríl 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður stórslagur strax í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals tóku á móti Breiðablik á Origo vellinum.

Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og bar leikurinn merki þess efnis í kvöld þar sem ekkert var gefið eftir í miklum baráttuleik þar sem Valskonur höfðu betur með einu marki gegn engu.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Þetta var auðvitað bara jafn slagur, hörku leikur og mikil barátta út um allan völl og það er eitt moment sem skilur á milli og það er oft í þannig í þessum leikjum, við fengum okkar moment og nýttum þau ekki og ég sá nú ekki nákvæmlega hvernig það gerðist en hvernig við missum hann akkúrat á bakvið okkur í markinu og það er bara dýrt." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og vilja beggja liða til þess að leggja allt í þetta og Ási var að vonum stoltur af sínum leikmönnum.

„Ég sá ekki annað en að allir leikmenn mínir hafi lagt allt sitt í þetta og skilið allt sitt eftir úti á vellinum og þú getur ekkert farið fram á endilega mikið meira þannig það er rétt að þær lögðu allt í þetta en því miður dugði það ekki til í dag."

Það er hægt að færa rök fyrir því að Breiðabllik byrji á erfiðasta útivellinum í deildinni.

„Það eru nú margir erfiðir útivellir í þessari deild og þetta er einn af þeim og í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti og hvort sem það er erfiður útivöllur eða einhver meiðsli í leikmannahópnum eða framkvæmdir á vellinum heima og þú spilar marga útileiki í röð. Það eru allskonar mótlæti í þessu og það er bara okkar að glíma við það og díla við það og gera það besta út úr þessu og stelpurnar gerðu það allavega í dag og við komum bara dýrvitlausar í næsta leik."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner