Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
banner
   þri 25. apríl 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti
watermark Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður stórslagur strax í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals tóku á móti Breiðablik á Origo vellinum.

Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og bar leikurinn merki þess efnis í kvöld þar sem ekkert var gefið eftir í miklum baráttuleik þar sem Valskonur höfðu betur með einu marki gegn engu.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Þetta var auðvitað bara jafn slagur, hörku leikur og mikil barátta út um allan völl og það er eitt moment sem skilur á milli og það er oft í þannig í þessum leikjum, við fengum okkar moment og nýttum þau ekki og ég sá nú ekki nákvæmlega hvernig það gerðist en hvernig við missum hann akkúrat á bakvið okkur í markinu og það er bara dýrt." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og vilja beggja liða til þess að leggja allt í þetta og Ási var að vonum stoltur af sínum leikmönnum.

„Ég sá ekki annað en að allir leikmenn mínir hafi lagt allt sitt í þetta og skilið allt sitt eftir úti á vellinum og þú getur ekkert farið fram á endilega mikið meira þannig það er rétt að þær lögðu allt í þetta en því miður dugði það ekki til í dag."

Það er hægt að færa rök fyrir því að Breiðabllik byrji á erfiðasta útivellinum í deildinni.

„Það eru nú margir erfiðir útivellir í þessari deild og þetta er einn af þeim og í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti og hvort sem það er erfiður útivöllur eða einhver meiðsli í leikmannahópnum eða framkvæmdir á vellinum heima og þú spilar marga útileiki í röð. Það eru allskonar mótlæti í þessu og það er bara okkar að glíma við það og díla við það og gera það besta út úr þessu og stelpurnar gerðu það allavega í dag og við komum bara dýrvitlausar í næsta leik."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 13 3 2 42 - 15 +27 42
2.    Breiðablik 18 10 4 4 42 - 20 +22 34
3.    Stjarnan 18 8 5 5 26 - 19 +7 29
4.    Þróttur R. 18 8 4 6 31 - 22 +9 28
5.    FH 18 8 4 6 25 - 20 +5 28
6.    Þór/KA 18 8 2 8 25 - 24 +1 26
7.    Tindastóll 18 5 4 9 14 - 32 -18 19
8.    ÍBV 18 5 3 10 15 - 27 -12 18
9.    Keflavík 18 4 5 9 11 - 27 -16 17
10.    Selfoss 18 3 2 13 10 - 35 -25 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner