Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 25. apríl 2023 22:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður stórslagur strax í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals tóku á móti Breiðablik á Origo vellinum.

Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og bar leikurinn merki þess efnis í kvöld þar sem ekkert var gefið eftir í miklum baráttuleik þar sem Valskonur höfðu betur með einu marki gegn engu.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Þetta var auðvitað bara jafn slagur, hörku leikur og mikil barátta út um allan völl og það er eitt moment sem skilur á milli og það er oft í þannig í þessum leikjum, við fengum okkar moment og nýttum þau ekki og ég sá nú ekki nákvæmlega hvernig það gerðist en hvernig við missum hann akkúrat á bakvið okkur í markinu og það er bara dýrt." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og vilja beggja liða til þess að leggja allt í þetta og Ási var að vonum stoltur af sínum leikmönnum.

„Ég sá ekki annað en að allir leikmenn mínir hafi lagt allt sitt í þetta og skilið allt sitt eftir úti á vellinum og þú getur ekkert farið fram á endilega mikið meira þannig það er rétt að þær lögðu allt í þetta en því miður dugði það ekki til í dag."

Það er hægt að færa rök fyrir því að Breiðabllik byrji á erfiðasta útivellinum í deildinni.

„Það eru nú margir erfiðir útivellir í þessari deild og þetta er einn af þeim og í þessum bransa er alltaf eitthvað mótlæti og hvort sem það er erfiður útivöllur eða einhver meiðsli í leikmannahópnum eða framkvæmdir á vellinum heima og þú spilar marga útileiki í röð. Það eru allskonar mótlæti í þessu og það er bara okkar að glíma við það og díla við það og gera það besta út úr þessu og stelpurnar gerðu það allavega í dag og við komum bara dýrvitlausar í næsta leik."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner