Keflavík er úr leik í Borgunarbikarnum eftir 2-1 tap gegn Fylki í 32-liða úrslitum.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur með framlag sinna manna í kvöld og segir liðið hafa skapað nógu mikið af færum til að vinna leikinn.
„Við spiluðum á vissan hátt. Það vantaði ekki upp á hugarfar eða kraft og það var dugnaður í okkar mönnum. Við sköpuðum nóg af færum og á góðum degi hefðum við unnið þennan leik," segir Þorvaldur.
Þorvaldur var spurður út í ákvörðun framkvæmdastjóra KSÍ á dögunum en máli hans var vísað til aganefndar vegna atviks sem gerðist eftir leik Keflavíkur gegn HK.
„Það er bara hennar ákvörðun. Henni vantar örugglega eitthvað í sjóðinn til að ferðast erlendis. Ég gerði ekkert af mér og þetta er bara búið og gert. Ég hef ekkert meira um það að segja," segir Þorvaldur.
Athugasemdir