Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 25. maí 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Landsliðsfyrirliðinn hraunaði yfir Albani hér um árið
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Víking R. í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

„Leikurinn var erfiður en við skorum snemma í leiknum. Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik og við vorum í smá basli. Í síðari hálfleik leyfðum við þeim að vera með boltann og beittum skyndisóknum og þeir sköpuðu sér varla færi." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 KR

Björgvin Stefánsson var í byrjunarliði KR í dag en hann kom sér í fréttirnar í vikunni eftir ummæli sem að hann lét falla þegar að hann lýsti leik Hauka og Þróttar. Nánar má lesa um það hér. Rúnar sagði það aldrei koma til greina að taka Björgvin úr liðinu.

„Landsliðsfyrirliði okkar hraunaði yfir Albani hér um árið og hann byrjaði næsta leik. Björgvin gerði mistök og hann áttaði sig á því alveg um leið og biðst afsökunar. Auðvitað fordæmir maður alla svona umræðu og hann á ekki að gera þetta. Hann er að reyna að vera hnittin og fyndinn og það mistekst hraparlega og því miður er það orðið að stórmáli og ég vona að því máli ljúki sem fyrst." hafði Rúnar meðal annars að segja um málið.

Hitt stóra málið í vikunni er sjálfsögðu að Gary Martin er laus allra mála frá Val og því spurning hvert að hann fer næst. Eru einhverjar líkur að hann fari í KR?

„Jájá það eru alltaf líkur á því?" var einfaldlega svar Rúnars

Nánar er rætt við Rúnar í spilarnum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner