Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
   lau 25. maí 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Landsliðsfyrirliðinn hraunaði yfir Albani hér um árið
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Víking R. í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

„Leikurinn var erfiður en við skorum snemma í leiknum. Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik og við vorum í smá basli. Í síðari hálfleik leyfðum við þeim að vera með boltann og beittum skyndisóknum og þeir sköpuðu sér varla færi." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 KR

Björgvin Stefánsson var í byrjunarliði KR í dag en hann kom sér í fréttirnar í vikunni eftir ummæli sem að hann lét falla þegar að hann lýsti leik Hauka og Þróttar. Nánar má lesa um það hér. Rúnar sagði það aldrei koma til greina að taka Björgvin úr liðinu.

„Landsliðsfyrirliði okkar hraunaði yfir Albani hér um árið og hann byrjaði næsta leik. Björgvin gerði mistök og hann áttaði sig á því alveg um leið og biðst afsökunar. Auðvitað fordæmir maður alla svona umræðu og hann á ekki að gera þetta. Hann er að reyna að vera hnittin og fyndinn og það mistekst hraparlega og því miður er það orðið að stórmáli og ég vona að því máli ljúki sem fyrst." hafði Rúnar meðal annars að segja um málið.

Hitt stóra málið í vikunni er sjálfsögðu að Gary Martin er laus allra mála frá Val og því spurning hvert að hann fer næst. Eru einhverjar líkur að hann fari í KR?

„Jájá það eru alltaf líkur á því?" var einfaldlega svar Rúnars

Nánar er rætt við Rúnar í spilarnum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner