Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 25. maí 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Landsliðsfyrirliðinn hraunaði yfir Albani hér um árið
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Rúnar Kristinsson hafði margt um stóra málið að segja.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Víking R. í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

„Leikurinn var erfiður en við skorum snemma í leiknum. Þetta var frekar jafnt í fyrri hálfleik og við vorum í smá basli. Í síðari hálfleik leyfðum við þeim að vera með boltann og beittum skyndisóknum og þeir sköpuðu sér varla færi." sagði Rúnar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 KR

Björgvin Stefánsson var í byrjunarliði KR í dag en hann kom sér í fréttirnar í vikunni eftir ummæli sem að hann lét falla þegar að hann lýsti leik Hauka og Þróttar. Nánar má lesa um það hér. Rúnar sagði það aldrei koma til greina að taka Björgvin úr liðinu.

„Landsliðsfyrirliði okkar hraunaði yfir Albani hér um árið og hann byrjaði næsta leik. Björgvin gerði mistök og hann áttaði sig á því alveg um leið og biðst afsökunar. Auðvitað fordæmir maður alla svona umræðu og hann á ekki að gera þetta. Hann er að reyna að vera hnittin og fyndinn og það mistekst hraparlega og því miður er það orðið að stórmáli og ég vona að því máli ljúki sem fyrst." hafði Rúnar meðal annars að segja um málið.

Hitt stóra málið í vikunni er sjálfsögðu að Gary Martin er laus allra mála frá Val og því spurning hvert að hann fer næst. Eru einhverjar líkur að hann fari í KR?

„Jájá það eru alltaf líkur á því?" var einfaldlega svar Rúnars

Nánar er rætt við Rúnar í spilarnum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner