Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. maí 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Logi hefði getað fengið tvö gul spjöld í sömu sókninni
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

Logi má þó líklega telja sig nokkuð heppinn að hafa sloppið við rautt spjald í síðasta leik gegn HK þegar hann braut tvisvar af sér í sömu sókn.

Bæði brotin hefðu hæglega verðskuldað gult spjald og þar með rautt en Elías Ingi Árnason, dómari leiksins, lyfti bara upp einu gulu spjaldi eftir að hafa flautað eftir seinna brotið. Það liðu um tíu sekúndur á milli brota en Elías beitti hagnaði eftir fyrra atvikið.

Það er ekki oft í svona atvikum þar sem rautt spjald fer á loft en það er ekkert sem bannar það að gefa tvö gul spjöld fyrir tvö brot í sömu sókninni.

Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var spurður út atvikin eftir leikinn gegn Víkingum og sagði þá: „Ég veit ekki hvort það má en hann hefði fengið gult ef hann hefði ekki sjálfur náð að brjóta svo af Örvari. Klárlega átti hann svo að fá gult fyrir brotið þegar hann náði svo Örvari. Ég veit ekki hvort það megi það, en ef ekki þá ætti það að mega. Þetta er eins og það er."

Rætt var um málið í Innkastinu. „Hann kemur aldrei við hann í D-boganum, við skulum hafa það á hreinu... fyrst að hann dæmdi, þá gat það alveg verið (tvö gul spjöld)," sagði Tómas Þór Þórðarson en hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni í spilaranum fyrir neðan.
Ómar: Pirrar mig að þeir komist upp með þetta og uppskeri mark
Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner