banner
   sun 25. júlí 2021 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið að brúa bilið mikið - Varane kostar á milli 45 og 55 milljónir
Varane er á förum frá Real Madrid.
Varane er á förum frá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Manchester United færist nær kaupum á franska miðverðinum Raphael Varane frá Real Madrid.

Goal segist geta staðfest það. Í byrjun síðustu viku þá voru félögin tvö ekki nálægt samkomulagi en það er búið að brúa bilið mikið.

Búist er við því að Manchester United muni ganga frá kaupum á franska miðverðinum fyrir 45-55 milljónir evra. Varane er 28 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum við spænska stórveldið.

„Það bendir allt til þess að skipti hans til Man Utd verði kláruð," segir í grein Goal.

Ole Gunnar Solskjær er ákveðinn í að fá inn nýjan miðvörð til að spila við hlið Harry Maguire og vonast til að United geti barist um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Félagið er nú þegar búið að kaupa kantmanninn Jadon Sancho frá Borussia Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner