Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   sun 25. ágúst 2024 16:06
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Þróttur vann úrslitaleikinn í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Síðasta umferðin fyrir tvískiptingu í Bestu deild kvenna fór fram í dag, þar sem toppliðin unnu bæði sína leiki í titilbaráttunni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  4 Valur

Valur heimsótti FH og skóp góðan endurkomusigur eftir að hafa lent undir snemma leiks, á meðan Breiðablik lenti ekki í vandræðum gegn Víkingi R.

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á heimavelli en Berglind Rós Ágústsdóttir jafnaði fyrir Val áður en Jasmín Erla Ingadóttir skoraði gegn sínu fyrrum félagi til að taka forystuna. Fanndís Friðriksdóttir tvöfaldaði forystuna á 73. mínútu og gerði Berglind Rós út um viðureignina á 90. mínútu, áður en Berglind Freyja Hlynsdóttir minnkaði muninn í uppbótartíma.

Valur heldur eins stigs forystu á toppinum með 49 stig eftir 18 umferðir.

FH 2 - 4 Valur
1-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '15
1-1 Berglind Rós Ágústsdóttir '18
1-2 Jasmín Erla Ingadóttir '57
1-3 Fanndís Friðriksdóttir '73
1-4 Berglind Rós Ágústsdóttir '90
2-4 Berglind Freyja Hlynsdóttir '92

Breiðablik er í öðru sæti með 48 stig eftir að Kristín Dís Árnadóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu eitt mark á haus í auðveldum sigri gegn Víkingi R. Sigurinn hefði getað verið stærri þar sem Katrín klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.

Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
1-0 Kristín Dís Árnadóttir '7
1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir '29 , misnotað víti
2-0 Andrea Rut Bjarnadóttir '47
3-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '49
4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir '61

Stjarnan og Þróttur R. áttust þá við í úrslitaleik um sæti í efri hluta Bestu deildarinnar fyrir tvískiptinguna, þar sem heimakonum í Garðabæ nægði jafntefli til að tryggja sæti sitt.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Þróttur R.

Jessica Ayers tók forystuna fyrir Garðbæinga í fyrri hálfleik en Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir jafnaði metin og var staðan 1-1 í leikhlé.

Í síðari hálfleik tókst hvorugu liði að skora fyrr en á lokamínútunum þegar Sóley María Steinarsdóttir kom boltanum í netið til að stela sigrinum fyrir gestina.

Lokatölur urðu 1-2 fyrir Þrótt sem mun leika í efri hlutanum eftir tvískiptingu á meðan Stjarnan tekur þátt í fallbaráttunni, þrátt fyrir að vera með afar þægilega forystu á næstu lið fyrir neðan.

Stjarnan 1 - 2 Þróttur R.
1-0 Jessica Ayers '18
1-1 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir '38
1-2 Sóley María Steinarsdóttir '90

Tindastóll og Keflavík gerðu þá jafntefli í fallbaráttuslag á meðan Fylkir náði í stig gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Tindastóll 1 - 1 Keflavík

Marín Rún Guðmundsdóttir tók forystuna fyrir Keflavík á Sauðárkróki en Elísa Bríet Björnsdóttir jafnaði fyrir Stólana í upphafi síðari hálfleiks.

Tindastóll 1 - 1 Keflavík
0-1 Marín Rún Guðmundsdóttir '9
1-1 Elísa Bríet Björnsdóttir '48

Í Árbænum skoraði Sandra María Jessen fyrsta mark leiksins en Helga Guðrún Kristinsdóttir sneri stöðunni við með tvennu fyrir heimakonur og leiddi Fylkir 2-1 í leikhlé.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 2 Þór/KA

Sandra María jafnaði leikinn í síðari hálfleik og urðu lokatölur 2-2 eftir skemmtilegan slag.

Fylkir 2 - 2 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen '9
1-1 Helga Guðrún Kristinsdóttir '12
2-1 Helga Guðrún Kristinsdóttir '40
2-2 Sandra María Jessen '53

Athugasemdir
banner
banner